Kosningarnar í Frakklandi eru enn eitt dæmið um mikinn mun á afstöðu fólks eftir því hvort það býr í stórum borgum ellegar í þéttbýli. Við höfum séð þennan mun í kosningum víðar, New York kaus ekki Trump, London kaus ekki Brexit. Og París kýs ekki Marine Le Pen. Fylgi hennar er mest við strönd Miðjarðarhafsins og í norðausturhluta Frakklands þar sem er hátt hlutfall atvinnulausra og erfiðleikar í gömlum atvinnugreinum eins og kola og málmiðnaði.
En tölurnar í París eru nokkuð sláandi. Þarna er þeim skipt niður eftir hverfum samkvæmt upplýsingum frá franska innanríkisráðuneytinu. Hún er með tæp fimm prósent í allri borginni, fylgi hennar er lægst í 6. hverfi 3,22 prósent en mest í 13. hverfi 6,48 prósent.