Vinkona mín sem rekur vefrit sagði mér ágæta sögu í morgun.
Hún fékk þekktan og virtan blaðamann til að skrifa fréttaskýringu um frönsku kosningarnar. Þar var skrifað af þekkingu og innsæi. Viðtökur við greininni voru hérumbil engar, það voru engir smellir.
En svo birti hún grein þar sem var fjallað um að eiginkona forsetaframbjóðandans Macrons sé miklu eldri en hann. Viti menn, þetta fékk fjórtán þúsund smelli á stuttum tíma.
Niðurstaðan: Þorri fólks vill frekar slúður en upplýsingar. Kannski er okkur ekki viðbjargandi?