fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Eyjan

Forseti Filippseyja um hryðjuverkamenn: „Gefið mér edik og salt og ég borða í þeim lifrina“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. apríl 2017 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duterte í ræðustól. Mynd: EPA.

Rodrigo Duterte forseti Filippseyja er orðinn heimsfrægur fyrir orðfæri sitt og hörku í baráttunni gegn vímuefnum. Hann hefur kallað Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta tíkarson og líkt sjálfum sér við Hitler.

Nú hefur hann lýst því yfir að hann muni leggja sér til munns þá hryðjuverkamenn sem yfirvöld í landinu handsami. Forsetinn flutti opnunarræðu á stóru íþróttamóti á Filippseyjum síðastliðinn sunnudag þar sem hann lét gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Bloomberg greinir frá.

Hann hefur þó aldrei gengið jafn langt og nú í yfirlýsingum. Nýlega gerðu íslamistar tilraun til hryðjuverkárásar í Bohol héraði og gaf Duterte þá fyrirskipun um að skjóta skyldi árásarmennina á flótta. Hann kallaði hryðjuverkamennina „dýr“ og sagði auk þess:

Ég get verið fimmtíu sinnum illskeyttari en þeir…Gefið mér edik og salt og ég borða í þeim lifrina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“