fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Blómaskeið Ummarans

Egill Helgason
Föstudaginn 21. apríl 2017 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúgusjoppan við Umferðarmiðstöðina hefur lokað í hinsta sinn. Hún heyrir til fortíðinni. Kannski var tími hennar löngu liðinn? Nú eru opnar búðir alla nóttina um allan bæ. En einu sinni var Umferðarmiðstöðin einn um hituna. Þangað streymdi fólk eftir lokun skemmtistaða. Út um lúguna voru seldar samlokur með hangikjötssalati, bland, sígarettur – og sviðin sem urðu tákn þessa staðar.

Planið fyrir framan Umferðarmiðstöðina var mjög líflegt þegar leið á nóttina. Þangað kom fullt fólk slangrandi innan úr bæ, aðrir komu í leigubílum, þarna voru holur og pollar, það verður seint sagt að næturlífið í kringum BSÍ hafi verið sérlega fágað.

Við fjölluðum um Umferðarmiðstöðina og bókmenntirnar í síðustu Kilju. Þar koma við sögu höfundar eins og Einar Kárason, Böðvar Guðmundsson, Bragi Ólafsson og Sigfús Bjartmarsson sem orti þetta kvæði um Ummarann, eins og hann kallaði hann. Þetta er mjög sannferðug lýsing á staðnum eins og hann var í kringum 1980, á blómaskeiði sínu.

Leigubílarnir aka
fólkið tínist burt
yfir ruslið og slabbið
fáeinir krakkar úr stuði
og þreyttir menn og feitar konur
af eldri sortinni
andlitin eins og klæðnaðurinn
svolítið hjárænulegt í morgunbirtunni
og ummarinn er að loka

Hér er svo innslagið úr Kiljunni.

 

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð