fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Þýskar borgir kjósa Erdogan – Sjálfstæðisflokkurinn í félagi með AKP

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er merkilegt súlurit sem birtist í Der Spiegel. Borgirnar Istanbul, Ankara og Izmir í Tyrklandi kusu gegn einræði, en Dortmund, Düsseldorf, Frankfurt, Hamborg og Berlín kjósa með einræði. Það er jafnvel hugsanlegt að atkvæði Tyrkja sem búa utan Tyrklands hafi ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

 

 

Hasnain Kazim skrifar í Spiegel að ekki sé hægt að styðja einræðiskerfi, dauðarefsingar og fangelsun blaðamanna um leið og kvartað er undan því að manni sé ekki nægilega vel tekið í Þýskalandi. Þeir sem þetta geri lifi sjálfir við frelsi og lýðréttindi en kjósi afnám þess í Tyrklandi. Þetta sé ekki hægt að réttlæta eða verja – ekki frekar en við réttlætum og verjum þá sem kjósa hægriöfgaflokkinn AfD, skrifar Kazim.

Eitt erfiðasta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna um þessar mundir er hvernig skuli meðhöndla Tyrkland. Það er ljóst að aðildarumsókn Tyrklands að Evrópusambandinu er steindauð. Tyrkland er líka aðili að Nató – í kalda stríðinu þótti nauðsynlegt að hafa Tyrki þar innandyra. Tyrkland hefur mjög mikilvæga landfræðilega stöðu. Verður þeim haldið áfram í Nató til að forða því að þeir fari í fangið á Rússum? Hversu langt mun pendúllinn í Tyrklandi sveiflast í átt til trúræðis – og er kannski nauðsyn að halda vinfengi við Tyrki til að reyna að hafa heimil á framrás ofstækistrúarinnar?

Allt þetta eru mjög vandasamar spurningar. Við getum reyndar horft aðeins til Íslands í þessu sambandi. Sjálfstæðisflokkurinn er á Evrópuvettvangi í samstarfi við AKP, flokk Erdogans Tyrklandsforseta. Þetta er í samtökum sem nefnast AECR, en þar eru líka Íhaldsflokkurinn breski, Laga- og réttlætisflokkurinn í Póllandi, Likud í Ísrael en Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur aukaaðild. Hér má sjá lista yfir flokkana í AECR, sumir þeirra teljast varla góður félagsskapur til að umgangast.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð