fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Bretar kjósa í júní

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands í dag. Mynd/EPA

Þingkosningar verða í Bretlandi 8.júní næstkomandi.

Þetta tilkynnti Theresa May forsætisráðherra á óvæntum blaðamannafundi í Downingstræti 10 í Lundúnum nú í morgun.

Með þessu er ljóst að May ætlar að sækja endurnýjað umboð til kjósenda áður en gegnið verður til þeirra verka að segja Bretland formlega úr Evrópusambandinu og ná nýjum samningum við það.

Ég er nýkomin frá því að stýra ríkisstjórnarfundi þar sem við urðum sammála um að boðað verði til kosninga 8. júní.

Verður tillaga hennar lögð fyrir þingið á morgun, en hún þarf 2/3 stuðnings þingmanna til að geta boðað til kosninga og þarf hún því að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar. Sá stuðningur virðist fyrir hendi því Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins lýsti því strax yfir á Twitter að hann styddi ákvörðun May.

Síðustu þingkosningar í Bretlandi voru árið 2015 en margt hefur breyst á síðustu tveimur árum. Síðasta sumar ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu, ákvörðun sem er kennd við Brexit, og sagði David Cameron af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið.

Þegar May tilkynnti ákvörðun sína í morgun sagði hún að ákvörðunin hafi verið tekin til að tryggja þjóðarhagsmuni og stöðugleika í landinu. Stóra Bretland þyrfti „samstöðu en ekki sundrungu á komandi tímum.“ Hún útskýrði síðar nánar hvers vegna ákvörðun hefði verið tekin um kosningar nú eftir tvo mánuði:

Síðustu vikurnar hefur Verkamannaflokkurinn hótað að greiða atkvæði gegn þeim samningi sem við munum ná við Evrópusambandið. Frjálslyndir demókratar hafa sagt að þeir muni stuðla að því að vinna ríkisstjórnarinnar lendi í stöðnun. Skoski þjóðarflokkurinn segir að þau muni greiða atkvæði gegn lagaframvarpi sem formlega mun slíta aðild Bretlands að ESB. Og meðlimir Lávarðadeildarinar sem hafa ekki hlotið umboð sitt í kosningum hafa heitið því að berjast gegn okkur í öllu ferlinu.

Theresa May bætti síðan við:

Ef við höldum ekki kosningar nú, þá þessi stjórnmálaleikur þeirra bara halda áfram.

Skoðanakannanir benda til að Íhaldsflokkurinn undir forystu Theresu May sigli nú í miklum meðbyr, hafi ríflega 40 prósenta fylgi og algera yfirburði gagnvart Verkamannaflokknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því