fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Erdogan getur nú setið á forsetastóli til ársins 2029

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 17. apríl 2017 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er ánægður í dag eftir að naumur meirihluti þjóðarinnar samþykkti breytingu á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 51,4 prósent kjósenda sagði já við breytingunum, en 48,6 prósent nei.

Í fyrri stjórnarskrá var embætti forseta landsins óflokksbundið sameiningartákn landsins. Með breytingunum verður embætti forsætisráðherra lagt af og mun Erdogan sjálfur sem forseti skipa ráðherra ríkisstjórnarinnar, háttsetta embættismenn sem og dómara, mun hann einnig geta vikið þeim úr starfi. Einnig verður hægt að kjósa forseta í tvö 5 ára kjörtímabil til viðbótar, sem þýðir að nú getur Erdogan setið á forsetastóli til ársins 2029.

Fleiri jákvæðir fyrir breytingum í Evrópu en í heimalandinu

Athygli vekur að mun stærri hluti þjóðarinnar sem býr í Evrópu sagði já við breytingunum en rúmar 3 milljónir Tyrkja sem kusu í kosningunum búa í Evrópu, helmingurinn í Þýskalandi. Nærri þriðji hverji Tyrki í Þýskalandi sagði já og yfir 70 prósent Tyrkja í Hollandi, Belgíu og Austurríki sagði já, en í Sviss voru það 38 prósent. Fyrir kosningarnar höfðu stjórnvöld í Tyrklandi sóst hart eftir því að fá að halda fjöldafundi í Evrópu til að kynna stjórnarskrárbreytingarnar, fengu þau neitun í Þýskalandi og Hollandi og uppskáru yfirvöld þar nasistastimpil af hálfu Erdogan fyrir vikið.

Mikil spenna er landinu, voru þrír skotnir á kjörstað í gær og hafa mótmæli sprottið upp víða um land.

Andstæðingar breytinganna telja að nýja stjórnarskráin færi forsetanum of mikil völd á kostnað þingsins og dómstóla. Þetta sé skref í átt að einræði. Erdogan sjálfur segir þetta mikið stökk fram á við. Hefur hann meðal annars talað um að taka upp dauðarefsingar að nýju og verður það hugsanlega sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“