fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Costco eða Sósíalistaflokkurinn – og hinn eilífi klofningur á vinstri vængnum

Egill Helgason
Laugardaginn 15. apríl 2017 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin við Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar eru misjöfn. Hann hefur fengið nokkuð góðar undirtektir sums staðar, um þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn á netinu. Það eru kannski engin ósköp, en þokkaleg byrjun. Sagt er að flokkurinn verði formlega stofnaður fyrsta maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.

En svo eru þeir sem minna á að eilíft samstöðuleysi vinstri manna á Íslandi hafi tryggt valdastöðu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn megnið af lýðveldistímanum og ef fer sem horfir verður hann í stjórn næstu fjögur árin.

Meðal þeirra sem taka til máls um þetta eru tveir helstu rithöfundarnir á vinstri vængnum. Hallgrímur Helgason skrifar:

Við erum svo fín með okkur að allt þarf alltaf að vera fullkomið. Bara það að einhver segi eitthvað slæmt eða einhver vafasamur sé þarna í framboði veldur því að við kjósum ekki flokkinn. Stofnum því sífellt nýja flokka í þeirri von að þeir verði fullkomnir. Þetta er auðvitað alveg glatað. Á meðan þurfa hægrimenn engin svona prinsipp , er sama um allt og kjósa bara sitt gamla góða, engar sérstakar kröfur gerðar. Og svo sitja þau við völdin. Á meðan við fáum yfir okkur nýja lukkuriddara á hverju ári… Gaman svosem að G. Smári gefi sig upp í pólitík loksins eftir öll þessi ár, en allan tímann pönkaðist hann á okkur sem vorum að puða þetta með Samfylkingu eða VG…. það var allt svo hallærislegt. Þetta snýst því miður alltaf meira um stíl en stefnu, persónur en prinsipp, í íslenska vinstrinu. Vinstrimenn virðast kunna bara best við sig hér í kommentakerfunum. Okkur fer best að væla og veina. Gefum öðrum eftir völdin.

Og Guðmundur Andri Thorsson:

 

Óánægjan með hlutskipti sitt getur verið mikið afl þegar fólk tekur höndum saman og umbreytir óánægju sinni yfir í umbætur. En þær eru alltaf torsóttar og kosta mikla baráttu, iðulega bakslag; forréttindafólk lætur sjaldan sitt af hendi umyrðalaust. Forsenda allra umbóta er að jafnaðarmenn hafi afl á þingi og í þjóðfélaginu til að koma þeim á. Þetta afl fæst ekki nema með samstöðu um stóru málin og vilja til að vinna saman þrátt fyrir ágreining um hitt og þetta. Þetta afl fæst ekki með því að fylkja sér kringum einstaka leiðtoga, hversu mælskir og aðlaðandi sem þeir kunna að vera. Þá gerist ekki annað en að þeir ná að baða sig í ljóma um stund þar til eitthvað annað fangar huga þeirra.

Svo er það Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði sem spyr einfaldrar spurningar sem hittir ansi vel í mark:

Hvort ætti ég heldur að ganga í Costco eða Sósíalistaflokkinn?

Við þetta má svo bæta – og það kemur þessu máli ekki við nema óbeint – að fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, setti þessa færslu inn á Facebook í fyrradag. Nýabrumið er að fara af Pírötunum og þá leitar hið óánægða fylgi annað:

Ég nenni eiginlega ekki geðvonskunni í Íslendingum lengur. Mér er orðið alveg sama hversu réttmæt og heilög hún á að vera, ég er bara samt svolítið að gefast upp á því að umbera hana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna