fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Fleiri og stærri bensínstöðvar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan hefur maður komið í borg þar sem eru jafnmargar og stórar bensínstöðvar og Reykjavík – og það gildir um höfuðborgarsvæðið allt. Inni í borginni eru bensínstöðvar af þeirri tegund sem maður ætti helst von á að sjá við þjóðvegi í Ameríku. Þetta er satt að segja ansi fátítt í borgum, að minnsta kosti í borgum sem fólki þykir áhugavert að heimsækja.

Það er heldur ekki eins og þetta séu fögur mannvirki. Bensínstöðvarnar eru afar einsleitar, með stórum auglýsingaskiltum og fánum og allar selja þær meira og minna sama varning. Maður þarf varla að aka nema örfáar mínútur inni í borginni til að fara á milli bensínstöðvanna.

Einu sinni voru Íslendingar voða harðir á því við hvaða olíufélag þeir versluðu. Sjálfstæðismenn keyptu bensín hjá Skeljungi, Framsóknarmenn hjá ESSO og vinstri menn hjá BP. Reyndar eru þessi fyrirtæki til að nokkru leyti enn. Skeljungur hefur sínar bensínstöðvar undir nafninu Orkan, N1 er að stofni til ESSO og BP er Olís.

En þetta er allt sama bensínið og á sama verði, kemur úr sömu olíuskipum – það var mjög spaugilegt að hér áður fyrr þegar tilfinningarnar voru hvað heitastar í kringum bensínsöluna þá kom það allt frá Sovétríkjunum.

Nú úrskurðar samkeppniseftirlitið að það sé hömlun á samkeppni að menn fái ekki að byggja bensínstöðvar að vild í Reykjavík. Borgin er að reyna að hamla aðeins gegn bensínstöðvafjöldanum – og það er náttúrlega sjálfsagt. En samkeppniseftirlitið telur að bensínstöðvavæðingin þurfi að vera óheft.

Bensínstöðvarnar eru ekki bara margar, heldur eru þær feikistórar. Í gær ók ég framhjá sérkennilegu mannvirki, sjálfsafgreiðslustöð N1 í Norðlingholti. Þarna standa örfáar bensíndælur á plani sem er á stærð við fótboltavöll. Ég sá ekki að neinn væri að taka bensín þarna. Líklega væri hægt að koma dælunum fyrir á bletti sem væri ekki nema 10 prósent af þessu flæmi. En þá væri bensínstöðin auðvitað ekki jafn rosalega sýnileg eins og hún er núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út