17 ára maður er í haldi lögreglunnar í Osló grunaður um að hafa komið fyrir sprengju í Grönland-hverfinu í Osló. Um er að ræða kassa sem innihélt heimatilbúna sprengju, í kjölfar ábendingar frá áhyggjufullum íbúa var svæðið rýmt og kassinn sprengdur við öruggar aðstæður.
Maðurinn sem er í haldi kom sem hælisleitandi frá Rússlandi árið 2010 og hefur áður komist í kast við lögin í Noregi. Lögreglan rannsakar nú hvort komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverkaárás:
Við erum að tala um öfga-íslamisma,
hafði Aftonbladet eftir Benedicte Bjørnland yfirlögregluþjóni. Maðurinn var yfirheyrður í morgun, hann neitar sök. Norsk yfirvöld hafa hækkað hryðjuverkahættustig upp í sennilegt.