fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Plastóþverri út um allt

Egill Helgason
Föstudaginn 7. apríl 2017 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem manni finnst sárast þegar maður kemur til svonefndra þróunarlanda er að horfa upp á sóðaskapinn. Hvernig fólk hendir rusli allt í kringum sig, lifir mitt í alls kyns rusli og virðist ekki hafa neina hvöt til að hirða það upp. Þetta er spurning um sjálfsvirðingu. Maður spyr sig, myndi fólkinu ekki vegna betur ef það losaði undan áþján alls ruslsins?

Áðan var ég að taka til í kringum heimili mitt. Fór ekki bara í garðinn minn, heldur líka í svæði sem eru fyrir utan hann, þar eru beð og meira að segja lítið svæði sem kannski má telja minnsta skemmtigarð á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að öll þessi svæði eru útbíuð í rusli. Ég ætla ekki að tuða í borginni sem hirðir ekki upp ruslið, þetta ristir dýpra en svo. Maður spyr um sjálfsvirðinguna. Því það er fólk sem fer um bæinn og hendir öllu þessu rusli – aðrir þurfa að þrífa upp eftir það.

Verst eru plastglösin sem eru afhent gestum á skemmtistöðum þegar þeir vilja fara út með drykkina sem þeir hafa keypt. Þessi glös eru út um allt. Merkt fyrirtækjum – sem líta líklega á þetta sem auglýsingu. Í mínum huga er hún frekar neikvæð. Þau ættu kannski líka að sjá um að þrífa plastóþverrann – nema þau geri það í sameiginlegu átaki með veitingastöðunum og kránum.

Þessi plastglös eru þeirrar gerðar að þau brotna smátt og smátt í frumparta, og þá getur orðið býsna erfitt að ná þeim burt því þau festast í runnum og gróðri. Það er seinlegt að tína þau upp – og mikið af plasti verður eftir.

 

 

Það verður að segja eins og er að þessi plastglös sem eru út um allt eru drykkjarframleiðendum ekkert sérlega til álitsauka. Nú kemur sonur minn inn og segir: Pakk, ég get ekki talið hvað mörg glös ég er búinn að taka. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna