fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Eiga flugfélögin algjörlega að ráða ferðinni í ferðaþjónustunni?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 00:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að reyna að leita að leið til að fara frá Aþenu til Boston í Bandaríkjunum í sumar. Það er ekki auðvelt. Beint flug er rándýrt. Mér sýnist að í flestum tilvikum sé ódýrast að komast í einhverja höfuðborg Norður-Evrópu og þaðan með Icelandair eða Wow í gegnum Keflavík. Það er semsagt ódýrast fyrir mig að fara aftur heim til Íslands. Fargjöldin með stóru evrópsku og bandarísku flugfélögum eru mjög há – mörg hundruð þúsund krónur. Ég gæti reyndar farið með Turkish Airlines í gegnum Istanbul, en einhvern veginn langar mann það ekki eins og ástandið er í Tyrklandi. Annar möguleiki er Norwegian sem er að keppa við Icelandair og Wow á Atlantshafinu.

Eins og ég segi, fargjöldin hjá þessum flugfélögum eru miklu lægri en hjá hinum. Sem er auðvitað ágætt. Þetta er líka viðskiptamódelið, að flytja nógu margt fólk yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Forsvarsmenn þessara flugfélaga hafa talað um að fjöldi farþega sem fara í gegnum Ísland muni halda áfram að vaxa gríðarlega. En þetta eru ekki bara viðkomufarþegar, margir dvelja líka á Íslandi einhvern tíma.

Forstjóri Icelandair ræddi um það á síðasta ári að Ísland gæti brátt átt von á fimm milljón ferðamönnum á ári. Í frétt sem birtist á Vísi í dag segir að Wow stefni að því að tvöfalda flugvélaflota sinn. Flytja fólk frá Asíu til Íslands. Þar er talað um ævintýralegan vöxt. En gæti hugsast að þetta sé ofvöxtur?

Er þetta módelið sem við ætlum að hafa hér í ferðamennskunni, að dæla hingað inn ferðamönnum á þeim forsendum að flugfargjöldin séu ódýr. Látum við flugfélögin alveg ráða ferðinni í túrismanum? Það er reyndar margt sem bendir til þess að eðli ferðamennskunnar hingað að breytast, hingað kemur meiri fjöldi en áður en ferðamennirnir eyða minna fé, hafa minna umleikis, þetta ber æ meira svipmót massa- eða hjarðtúrisma. Reyndur ferðaþjónustumaður sagði mér að ferðamönnum sem vildu dýrari ferðir, sérsniðnar ferðir, færi fækkandi. Þeir hefðu einfaldlega komist á snoðir um að á Íslandi væru of margir túristar.

Það er spurning hvar þolmörkin liggja. Þau geta kannski hækkað með aukinni dreifingu ferðamanna – hvernig sem á að ná henni fram? En það er öruggt að Ísland þolir ekki fimm milljón ferðamenn á ári og varla þrjár milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út