fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Eyjan

Évtúsénkó, Babi Jar og Arftakar Stalíns

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. apríl 2017 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið Évgení Évtúsenkó var eins og rokkstjarna á tíma Krúsjovs. Hann andaðist í gær í Oklahoma í Bandaríkjunum. Évtúsénkó fór um Sovétríkin – og síðar um lönd víða um heim – og flutti ljóð sín fyrir fullum sölum. Hann var eftirlæti fjölmiðla, ungur, gáfaður og laglegur. Hann var líka eins og tákn um þíðu, tíma nokkurs andlegs frelsis á tímanum þegar Krúsjov var leiðtogi Sovétríkjanna. Það entist reyndar ekki lengi, Brésnev tók við og þá hófst tímabil stöðnunar.

Frægasta kvæði Évtúsénkós er hið langa og magnaða Babi Jar. Það fjallar um skelfileg fjöldamorð nasista á gyðingum í gljúfri rétt utan við borgina Kiev í Úkraínu. Sjálfur Shostakovits gerði tónlist við kvæðið. Þetta þótti býsna vogað á tíma Sovétsins og það voru ekki allir hrifnir. Évtúsénkó var gagnrýndur fyrir að hafa samúð með gyðingum en ekki með Rússunum sem þjáðust í stríðinu – það  hefur löngum verið grunnt á gyðingahatri þar eystra.

Kvæðið er frá 1961. Annað frægt kvæði eftir Évtúsénkó frá þessum tíma er Arftakar Stalíns – þetta var árás á stalínismann og viðvörun um að hann mætti ekki endurtaka sig. Samt skrifaði Josef Brodskí sem var í útlegð sagð að Évtúsénkó hefði bara hent steinum þangað sem mátti. En hann var svo mikil stjarna að hann fékk að ferðast til Vesturlanda og umgekkst þar frægðarfólk eins og sjá má í þessari Morgunblaðsfrétt frá 1966.

 

 

Hér má lesa Babi Jar á ensku. Það er að sönnu magnað ljóð, eitt af stóru kvæðum tuttugustu aldarinnar. Líklega er til íslensk þýðing, en hana finn ég ekki. Hins vegar rakst ég á þessa þýðingu á Arftökum Stalíns sem birtist í Morgunblaðinu 1967. Þýðandinn er Sonja Diego. Getur jafnvel hugsast að eitt og annað í þessu kvæði eigi við enn þann dag í dag, þetta má lesa í heild sinni hérna. Þarna er altént tími þegar ljóðlist skipti miklu máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“