fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Kringlumýrin, garðlöndin og nýi miðbærinn

Egill Helgason
Föstudaginn 31. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru kannski ekki margir sem átta sig á hvað hún sýnir þessi ljósmynd. Er þetta einhvers staðar úti á landi?

Nei, svo er ekki, þetta er Kringlumýrin þar sem nú er Kringlumýrarbraut og Kringlan – sem dregur nafn sitt af hinu upprunalega örnefni.

Myndin mun vera tekin um 1950. Á þessum tíma höfðu margir bæjarbúar matjurtagarða utan byggðarinnar þar sem þeir ræktuðu kartöflur og grænmeti. Stæstu garðlöndin voru einmitt í Kringlumýrinni, heilir 45 hektarar. Sumir voru framkvæmdasamir og reistu kofa eða skúra við garðblettina – það voru þá eins konar nýlendur. Í Danmörku kallast það kolonialhaver og var vinsælt meðal alþýðufólks og lægri millistéttar að eiga slíkt athvarf við borgarmörkin

En þar eins og hér hafa borgir vaxið út yfir gömlu garðlöndin.

Í Kringlumýrinni stóð lengi til að reisa nýjan miðbæ, eins og það var kallað. Borgarstjórnin taldi að gamli miðbærinn væri úr sér genginn og ekki upp á hann púkkandi. Mikið var bollalagt um nýja miðbæinn, margvísleg áform voru uppi, en á endanum var það Pálmi Jónsson í Hagkaupum sem tók sig til og reisti þarna verslunarhús með bílastæðum að bandarískri fyrirmynd. En hugmyndirnar um nýja miðbæinn eru flestum gleymdar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út