fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Heiðar Guðjónsson: Óbreytt ástand í gjaldmiðilsmálum kemur ekki til greina

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. mars 2017 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Guðjónsson fjárfestir og hagfræðingur ræðir efnahagsmál í Eyjuþætti vikunnar.

Efnahagsmál eru til umræðu í Eyjuþætti vikunnar á ÍNN.

Í þættinum sem frumsýndur var í gærkvöldi var Heiðar Guðjónsson fjárfesti og hagfræðing um peningastefnu Seðlabankans, krónuna, vaxtastigið og fleira.

Heiðar hefur oft kvatt sér hljóðs um hagfræðileg málefni þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum.

Þessir 330 þúsund Íslendingar þurfa auðvitað alltaf að hafa skoðun á krónunni, þurfa að spá fyrir um gildi hennar vegna þess að hún hreyfir við öllu hér. Ég held að flestir væru mjög sáttir ef þeir myndu taka þessa stóru breytu bara út úr lífi sínu og það væri gengisstöðugleiki, festa. Að það væri hægt að sjá fram í tímann með einhverri vissu, gera langtímaáætlanir og vinna eftir því. Þannig að það sem þarf að ræða auðvitað í peningamálum er hvernig þetta er í kringum okkur, hvernig þetta hefur verið hér. Mér finnst að ekki megi ræða þetta út frá einhverjum tilfinningamálum vegna þess að krónan er ekki persóna, hún er ekki manneskja, þetta er bara reiknieining sem er búin til og hefur því miður reynst okkur illa. Menn verða að mega ræða um það.

Heiðar sagði að íslenska krónan væri búin að vera í bómull ansi lengi vegna þess að hún þoli ekki alþjóðleg viðskipti.

Það þarf einhvern veginn að forða henni frá þeim.

Í þættinum fór Heiðar meðal annars yfir ýmsa kosti í gjaldmiðlamálum. Björn Ingi spurði hann hvað Íslendingar ættu að gera nú?

Við verðum að breyta út af stefnunni sem við erum með. Þá eru leiðir til þess og allar leiðir sem eru varanleg lausn fela það í sér að við hættum að nota krónuna.

Hann sagði ýmsar leiðir í boði:

Lausnin sem auðveldast er kannski að koma í framkvæmd er það sé frelsi í gjaldmiðlum þannig að ef þú vilt nota krónu þá mátt þú nota krónu, ef ég vil nota Kanadadollar þá má ég nota Kanadadollar. Það væri einfaldasta leiðin. Þá velur hver fyrir sig en það er áfram lögeyrir á Íslandi sem er króna og þú borgar enn þá skatt í krónum en ég má vera með laun í Kandadollar, ég má gera upp fyrirtækið mitt í Kanadadollar eða annarri mynt. Þetta væri leið til að minnka áhættuna í kerfinu, það væri fjölmyntakerfi og það væri dreifðari áhætta. Hins vegar við svona breytingu þá eru einhverjir sem sitja kannski eftir með sárt ennið vegna þess að þeir halda á gjaldmiðli sem síðan rýrnar og rýrnar og taka ekki almennilega eftir því. Þannig að það er aðstöðumunur í svona kerfi.

Heiðar nefndi líka einhliða upptöku á nýjum gjaldmiðli þar sem allir fengju nýja gjaldmiðil á sama verði. Svo væri það myntráð sem stjórnmálaflokkurinn Viðreisn boðaði fyrir kosningar í fyrrahaust.

Myntráð er nákvæmlega sama aðgerð [og einhliða upptaka á nýjum gjaldmiðli], nema þú stígur ekki lokaskerfið til fulls. Þú afhendir ekki nýju myntina, þú segir: „Hérna er krónan en þú getur alltaf skipt henni í þessa erlendu mynt á nákvæmlega þessu gengi. Það er freistnivandi í slíku kerfi, þá er alltaf freistnin hjá stjórnmálamönnum og embættismönnum að rjúfa þessa tengingu.

Síðan væri það að ganga inn í myntsamstarf eins og það evrópska. Heiðar sagði að slíkt væri ekki í boði vegna óvissu nú um stundir um framtíð þess samstarfs.  Þrjár leiðir séu því í boði í gjaldmiðlamálum: frelsisstefnan, einhliða upptaka eða myntráð.

Björn Ingi benti Heiðari þá á að hann nefndi ekki fjórða möguleikann sem væri óbreytt ástand, líklega vegna þess að hann teldi þann möguleika ekki valkost sem kæmi til greina.

Nei.

 

Hér fyrir neðan má sjá Eyjuþáttinn. Viðtalið við Heiðar Guðjónsson er í fyrri hluta hans:

https://vimeo.com/210863014

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“