Er þetta vitlausasta dómsmál seinni tíma? Kona, starfsmaður Subway, er ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum samloku og gos að andvirði 1568 króna. Að auki stemmir ekki sjóðsvél, misræmið er 12 þúsund krónur. Þetta er kært til lögreglu – sem í sjálfu sér er skrítið – og þaðan fer málið fyrir dómstól.
Dómstóllinn vísar því frá, eðlilega, en þóknun verjanda sem ríkið þarf að greiða er næstum milljón krónur, fyrir utan allt umstangið, laun til lögreglumanna, dómara og fleiri. Með ólíkindum að tíma og kröftum réttarkerfisins sé eytt í svona.