Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker lætur forseta Bandaríkjanna, Donald Trump heyra það í ræðu sem hann flutti fyrir skömmu á þingi European People’s Party á Möltu. Ástæða ummæla Juncker eru ummæli forsetans í tengslum við Brexit. Trump hefur lýst því yfir að hann sé ánægður með Brexit og vill að önnur lönd taki sér það til fyrirmyndar.
Juncker segir að ef forseti annars Bandaríkjanna ætli að leyfa sér að tala svona muni hann tala fyrir aðskilnaði Ohio ríkis og Austin borgar í Texas frá Bandaríkjunum. Miklar umræður hafa verið í Kaliforníu um hugsanlegan aðskilnað frá Bandaríkjunum og sitt sýnist hverjum. Það er ágætt að rifja það upp af þessu tilefni að síðast þegar ríki gengu úr Bandaríkjunum endaði það með borgarastyrjöld.