fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Eyjan

Heia Norge!

Egill Helgason
Mánudaginn 27. mars 2017 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Martraðarbyrjun Lagerbäcks“ les ég á íslenskum vefmiðli. Lars okkar Lagerbäck er búinn að taka við þjálfun norska landsliðsins. Það tapaði 0-2 fyrir Norður-Írlandi, kannski ekki martröð, en það er ekki gaman að tapa. Þetta var samt bara fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lars.

Norðmenn virðast ekki eiga neina afburðaleikmenn núna, þeir spila flestir með miðlungsliðum og þar undir, Hull er svona sirkabát eins langt og þeir komast. Þeir eiga semsagt engan Gylfa til að halda liðinu á floti, eins og miðjumaðurinn snjalli gerði í síðasta leik íslenska liðsins.

Það er nokkuð um liðið síðan Norðmenn áttu leikmenn eins og John Arne Riise, Ole Gunnar Solskjær og Tore Andre Flo – menn sem spiluðu með toppliðum í Englandi og Evrópu. Norðmenn unnu sinn fræknasta sigur í fótbolta 1998 þegar þeir sigruðu Brasilíu 2-1 í úrslitum heimsmeistaramótsins.

Ég sé mér til furðu að á samskiptamiðlum fagna margir þessum úrslitum. Annað hvort hafa þeir horn í síðu Norðmanna, vilja veg þeim í íþróttum sem minnstan, ellegar þeir eru sárir út í Lars Lagerbäck fyrir að hætta að þjálfa íslenska liðið og vilja að honum gangi illa með Noregi. Já, maður sér að það hlakkar í mörgum.

Þetta er skrítið. Við eigum Lars það að þakka að Ísland náði sínum langbesta árangri í fótbolta – og verður tæplega jafnaður. Og Norðmenn eru vina- og frændþjóð og koma yfirleitt fram við okkur af stakri alúð – halda meira að segja með okkur í íþróttakeppnum ef þannig ber undir.

Og þetta segi ég ekki bara af því ég er af norsku bergi brotinn. Heia Norge!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum
Heia Norge!

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“