fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Eyðibyggð inni í Reykjavík – þegar Lindbergh gisti í Viðey

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. mars 2017 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er innslag úr Kiljunni sem ég er nokkuð ánægður með. Þarna er fjallað um Viðey, eyjuna hérna úti á Sundunum, sem er furðu fáfarin miðað við hvað hún er nálægt okkur. Í Viðey er engin búseta nú, en það er nokkuð nýtilkomið. Þarna var klaustur á miðöldum, síðar mikið höfðingjasetur, þarna reis glæsilegasta hús landsins – og á fyrri hluta síðustu aldar var þorp í austurhluta Viðeyjar þar sem var mikil fiskvinnsla.

Þorpið kallaðist Sundabakki, það fór endanlega í eyði á stríðsárunum, en rústir þess eru enn sýnilegar. Það er merkilegt að sjá eyðibyggð inni í höfuðborg landsins.

Í innslaginu í Kiljunni koma meðal annarra við sögu Jón Arason, Diðrik frá Minden, Skúli Magnússon, Magnús Stephensen og Charles Lindbergh. Þegar flugkappinn mikli kom til Íslands að leita að lendingarstöðum á leiðinni yfir Atlantshafið lenti hann flugvél sinni á sjónum við Viðey og gisti þar í svokölluðu Björnshúsi.

Það er svo smá neðanmálsgrein í þessari sögu, eins og kemur fram í innslaginu, að í skáldsögunni The Plot against America ímyndar Philip Roth sér að Lindbergh verði forseti Bandaríkjanna og geri griðasátmála við Adolf Hitler. Hann er undirritaður í Reykjavík 1941 og kallaður Reykjavíkursamkomulagið.

Lindbergh þótti hallur undir nasista og var í fararbroddi þeirra sem vildu alls ekki að Bandaríkin blönduðu sér í heimsstyrjöldina.

Stundum hefur verið rætt um Sundabyggð, og þar með að aftur verði búseta í Viðey. Þar verði reist íbúðarhverfi. Þetta gæti komið í kjölfar þess að lögð verði brú yfir Sundin. Í raun er engin sérstök ástæða fyrir því að hafa eyjuna óbyggða, þótt náttúrlega verði að gæta að svæðinu í kringum sjálfa Viðeyjarstofu.

Innslagið úr Kiljunni má sjá hérna á vef RÚV.

 

Mannlíf í þorpinu Sundabakka í Viðey á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þarna eru nú rústir einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út