fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Már viðurkennir að mistök hafi verið gerð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. mars 2017 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Björn Ingi Hrafnsson í Eyjunni.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni í gær. Þar fóru þeir um víðan völl og ræddu efnahagsmál Íslands í víðu samhengi, allt frá afnámum gjaldeyrishafta til ferðamannastraumsins. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands bar einnig á góma en eins og frægt er orðið stóð voru hafðar uppi miklar sakargiftir gegn fyrirtækinu um brot á gjaldeyrislögum, en eftirtekjan hefur reynst rýr og aðeins stendur eftir minniháttar stjórnvaldssekt, sem ágreiningur er uppi um fyrir dómstólum.

Már segist ekki sammála þeim fullyrðingum að hátt hafi verið reitt til höggs af gjaldeyriseftirlitinu og að afköstin hafi verið rýr. Gripið hafi verið til þeirra aðgerða á hverjum tíma sem taldar væru réttar, seðlabankinn sé með ákveðið hlutverk samkvæmt lögum sem hann verði að sinna. Það þarf hins vegar að gera í samræmi við þær reglur sem honum séu settar. Sagan muni dæma aðgerðir bankans og gjaldeyriseftirlitsins.

Það er ekki á forræði seðlabankastjóra að ræða einstök mál á opinberum vettvangi segir Már aðspurður um Samherjamálið. Bankaráð Seðlabanka Íslands fór þess á leit við Má á sínum tíma að hann ræddi málið ekki opinberlega. Þetta kemur fram í bókun frá fundi ráðsins. Mörg mál hafi komið á borð gjaldeyriseftirlitsins sem ekki hafi endað með málshöfðun og það var ekki í verkahring bankans að gera annað en að rannsaka meint brot á gjaldeyrishöftunum.

Þú telur að bankinn hafi í einu og öllu farið að lögum?

Hann var að reyna það auðvitað en það er þannig í lífinu að allt orkar tvímælis þá gjört er. Ef það er farið að tína til þá eru auðvitað mistök í þessu ferli hér og þar eins og í öllu. Þetta var gífurlega umfangsmikil starfsemi, margar undanþágur. Það var reynt að gera þetta eins vel og hægt var. Þegar undanþágunum var svarað voru það langar ritgerðir til þess að allt sé útskýrt og gætt jafnræðis eftir því sem hægt er.

Már efast ekki um að mistök hafi verið gerð í ferlinu en segir að það hafi vakið athygli fyrir utan landsteinana hve vel tókst til að framfylgja gjaldeyrishöftunum. Margir sérfræðingar hafa haldið því fram að höft virki ekki því alltaf má finna leiðir fram hjá þeim.

Það hefur tekist glettilega vel.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni

Eyjan_23MAR17 from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“