fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Lögreglan lítur á árásina sem hryðjuverk

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Tveir liggja í valnum og nokkir liggja alvarlega særðir við breska þinghúsið í Lundúnum eftir að maður ók yfir fólk á Westminsterbrú, maðurinn klessti á girðingu við þinghúsið, stökk yfir girðinguna og stakk lögregluþjón á lóð þinghússins. Árásarmaðurinn var svo skotinn til bana af lögreglu. Scotland Yard segist líta á árásina sem hryðjuverk, en í dag er ár frá hryðjuverkaárásinni á Brussel.

Mail Online greinir frá því að vegfarendur hafi séð karlmann, mögulega á fimmtugsaldri og af asískum uppruna, aka bifreið sinni á grindverk við þinghúsið. Hann yfirgaf svo bifreiðina, stökk yfir girðingu og hljóp upp að þinghúsinu með hníf í hönd þar sem hann mun hafa stungið lögregluþjóninn.

 

Mynd/EPA

Sprengjusveit bresku lögreglunnar var kölluð á vettvang eftir að grunsamlegur pakki fannst í bifreiðinni. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju hafi verið að ræða.

Þingfundur stóð yfir og var þinghúsinu lokað, Theresa May forsætisráðherra var flutt á brott og mun nú vera í öruggu skjóli.

Ekki liggur fyrir hversu margir urðu fyrir bílnum en það eru þónokkrir, að minnsta kosti tólf. Staðfest hefur verið að ein kona er látin en óstaðfestar fregnir herma að fleiri liggi í valnum. Margir sjúkrabílar eru á staðnum og fjölmargir vopnaðir lögregluþjónar.

Uppfært 16:40

Staðfest hefur verið að tveir séu látnir fyrir utan árásarmanninn. Margir eru alvarlega slasaðir og vart hugað líf. Myndir af vettvangi sýna fólk sem hefur stokkið af brúnni til að komast hjá því að verða fyrir bílnum. Konu hefur verið bjargað úr ánni Thames eftir að hafa stokkið fram af.

Uppfært 18:00

Lögreglumaðurinn sem var stuginn er látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða