fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Drungalegi Laugavegur – aðeins 21 prósent af götuljósum virka

Egill Helgason
Mánudaginn 20. mars 2017 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru jafndægur á vori, daginn lengir óðum og vorið er á næsta leyti. Dagarnir undanfarið hafa verið kaldir, dálítið glærir, það er mikið ryk í bænum og mengun – mörgum finnst svona veður óþægilegt, ekki síst þeim sem hafa tilhneigingu til hausverkja. Það á að hlýna og rigna á fimmtudaginn, þá skolast skíturinn vonandi burt.

Ég fór í gönguferð áðan upp Skólavörðuholtið, svo aðeins inn í Goðahverfið og niður á Laugaveg. Ég hef veitt því athygli undanfarið hversu lýsingin á Laugaveginum er frámunalega léleg – og hversu kaflar á götunni eru drungalegir. Það er dálítið skrítið, þetta er aðalverslunargata bæjarins og þarna er yfirleitt krökkt af ferðamönnum.

Ég gerði það að leik mínum að telja götuljósin frá því neðst á Laugaveginum og upp að Frakkastíg. Þau hafa verið í miklu ólagi í nokkurn tíma. Niðurstaðan var að þarna eru alls 24 götuljós. Af þeim voru aðeins 5 í lagi.

Það er semsagt einungis ljós á 21 prósenti af götuljósunum á neðri hluta Laugavegar. En sama vandamál virðist vera í ýmsum hliðargötum sem liggja frá Laugavegi. Annað sem íbúar í hverfinu velta stundum fyrir sér er hversu ljósin eru dauf – þ.e. þau sem lýsa. Það er eins og perurnar séu ekki sérlega sterkar.

Ekki kann ég skýringu á þessu, á þessum götuhluta hefur náttúrlega verið mikið um framkvæmdir og rask – en varla er hægt að segja annað en að þetta sé slóðaskapur. Nema menn séu búnir að ákveða að ljósin úr búðargluggum eigi að nægja. Það dugir þó varla, því á svæðinu er talsvert um óupplýstar byggingalóðir. Rétt er að taka fram að fyrir ofan Frakkastíg virka ljósin ágætlega. En kannski er mönnum sama, hugsa sem svo að á hinum björtu nóttum sumarsins sem fer í hönd sé götulýsing óþörf.

 

 

Þetta er hornið á Laugavegi og Frakkastíg. Fyrir ofan loga götuljós, fyrir neðan eru varla ljós nema á stangli.

 

 

Þetta er Laugavegur 28. Náttúrlega logar ekki á luktinni fyrir utan. Það er nýbúið að taka utan af húsinu. Það er gerbreytt frá því sem áður var, ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hina dimmu umgjörð utan um gluggana. Svona leit þetta út áður, ekkert stórkostlega fagurt en samt léttara yfirbragð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út