fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hver er staða flóttamannamála á Íslandi og í Evrópu?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. mars 2017 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlenskt flóttafólk við komuna til Íslands. Mynd: Rauði krossinn

Flóttamannamálin hafa verið mikið í deiglunni undanfarin ár en mikill fjöldi þeirra hefur komið til Evrópu og hafa margir líkt ástandinu við það sem var við lok síðari heimsstyrjaldar. Straumurinn náði hámarki árið 2015 en þá lögðu milljón manns líf og limi í hættu í leit að betra lífi í Evrópu. Íslandsdeild Amnesty International, Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa að málþingi um stöðu flóttamannamála í Evrópu og á Íslandi, miðvikudaginn 15. mars, í Öskju í Háskóla Íslands, stofu 132, frá kl. 12.00 til 13.00.

Hér má sjá Facebook síðu viðburðarins

Flóttamannastrauminn náði hámarki árið 2015 þegar um milljón manns lagði líf og limi í hættu í leit að betra lífi í Evrópu. Flestir komu sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið þar sem þúsundir hafa drukknað á siglingunni. Meirihluti flóttafólksins flúði stríðsátök í Sýrlandi en aðrir komu frá Afganistan, Írak, Erítreu, Súdan og fleiri löndum. Hundruð þúsunda kvenna, barna og karlmanna halda áfram að leggja upp í lífshættulega sjóferð, á vanbúnum bátum í leit að griðlandi innan Evrópu

Annar tveggja framsögumanna á málþinginu er kanadíski lögfræðingurinn Anna Shea og flytur hún erindið Europe’s Refugee Crisis: A Solution Looking for a Problem? og fer það fram á ensku.

Anna Shea er gestur Íslandsdeildar Amnesty International en hún hefur starfað sem rannsakandi og ráðgjafi hjá teymi sem heldur utan um málefni flótta- og farandfólks hjá aðalstöðvum samtakanna í London frá árinu 2013. Anna Shea hefur unnið rannsóknir á málefnum flóttafólks í fjölmörgum löndum, þeirra á meðal Ástralíu, Hong Kong, Indónesíu og Tyrklandi. Áður en hún hóf störf hjá aðalstöðvum samtakanna í London var hún yfirmaður lögfræðiteymis Amnesty International í Kanada.

Anna Shea í viðtali hjá BBC

Í erindi sínu mun Anna Shea fara yfir aðstæður og stöðu hælisleitenda í Tyrklandi og á sunnanverðum landamærum Evrópu. Þá mun hún mun greina hvernig stefna Evrópusambandsins, einkum ESB-Tyrklandssamningurinn, hefur haft áhrif á stöðu flóttafólks og hælisleitenda í álfunni. Anna Shea mun ræða þær lausnir sem ríkisstjórnir Evrópu, þeirra á meðal á Íslandi, ættu að gera að sínum.

Síðari framsögumaður málþingsins er Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi en hún heldur erindi um stöðu flóttamanna á Íslandi, hvað gengur vel og hvað má betur fara.

Arndís er lögfræðingur með sérþekkingu á málefnum hælisleitenda og flóttamanna. Hún hefur starfað hjá Rauða krossinum frá 2014, sem talsmaður hælisleitenda, en áður sinnti hún lögfræðilegri aðstoð við hælisleitendur í sjálfboðastarfi fyrir Rauða krossinn frá árinu 2009. Arndís vann einnig um tíma hjá Barnaverndarstofu og sem sérfræðingur í útlendingamálum í innanríkisráðuneytinu.

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, leiðir málþingið.

Erindin fara fram á ensku.

Allir áhugasamir eru velkomnir miðvikudaginn 15. mars í Öskju í Háskóla Íslands, stofu 132, frá kl. 12.00 til 13.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?