fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Evróvisjón og áherslur í íslensku máli

Egill Helgason
Laugardaginn 11. mars 2017 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og stór hluti þjóðarinnar ætla ég að horfa á Evróvisjón söngvakeppnina í kvöld. Ég á von á að starfsfélagar mínir á Rúv setji upp stórglæsilega sýningu í Laugardalshöll.

Þarna munum við væntanlega heyra lögin sem komust í úrslitakeppnina í síðasta skipti á íslensku. Í raun er það heldur döpur þróun að keppendur í Evróvisjón eru hættir að syngja á þjóðtungum sínum, það virkar nú eins að það sé nánast skylda að nota ensku. Kannski eiga lög á öðrum málum ekki séns. En þetta var öðruvísi þegar Volare var keppninni á sínum tíma, ætli það sé ekki besta Evróvisjónlagið fyrr og síðar? Þá var ennþá lifandi tónlistarflutningur í keppninni, nú er allur undirleikur á bandi, annað er hreinlega bannað. Kröfur sjónvarpsins hafa orðið tónlistinni yfirsterkari.

En ég hef svolítið verið að velta fyrir mér meðferð tungunnar í þessari keppni. Það virðist með öllu gleymt að í íslensku er áhersla ávallt á fyrsta atkvæði orðs. Þetta á við jafnt í töluðu sem sungnu máli. Við heyrum nokkuð skerandi dæmi um þetta í keppninni þetta árið þar sem áherslurnar í söngnum eru mjög sérkennilegar og vægast sagt óíslenskar. Þegar menn fara að syngja á ensku er þetta auðvitað ekki vandamál lengur – þangað stefnir þetta allt – en kannski er þetta eitthvað sem mætti laga með smá tilsögn?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“