fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Undarleg umræða um fjársvelti í samgöngumálum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. mars 2017 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Karl Guðmundsson.

Eftir Gunnar Karl Guðmundsson:

Það hefur um margt verið athyglisvert að fylgjast með umræðum um samgönguáætlun og fyrirhugaðan niðurskurð til vegamála. Stjórnarandstaðan telur niðurskurðinn svik og jafnvel lögbrot á meðan stjórnarliðar benda á fjárskort til þess að geta staðið við samþykktir þingsins.

Það sem er sérstaklega athyglisvert er að löggjafinn hefur jafnan litið á vegakerfið sem afgangsstærð í fjárlögum. Afleiðingin er sú að fjársvelti í þessum málaflokki hefur verið viðvarandi og þurfum nú að horfast í augu við margra ára uppsafnaðan vanda.

Talað er um að það vanti verulega fjármuni í þennan málaflokk og er jafnvel horft til vegtolla í því sambandi. En er þetta fjármögnunar- eða tekjuvandi?

Samkvæmt forsendum fjárlaga verða tekjur ríkisins af almennu bensíngjaldi, sérstöku bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, olíugjaldi, innheimtu bifreiðagjalda og innflutningstolla á ári um 40 milljarðar. Þess utan er að sjálfsögðu innheimtur virðisaukaskattur sem rennur til samneyslunnar eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Í viðtali samgönguráðherra við Morgunblaðið þann 7. mars  sl. lýsir ráðherrann því að framlög til Vegagerðarinnar verði í ár 9,5 milljarðar til nýframkvæmda og 8,2 milljarðar til viðhaldsverkefna eða 17,7 milljarðar alls. Samkvæmt samgönguáætlun vantar, að mati ráðherra, 10 milljarða í viðbót til þess að loka „gatinu“

En ef tekjur eru 40 milljarðar og gjöld 27,7 milljarðar, hvernig getur myndast „gat“? Svarið er einfalt, þessum skattpeningu er einfaldlega varið í allt aðra og óskylda hluti.

Ekki er óeðlilegt að þeir sem nota vegina greiði fyrir þá. Ef innheimtan er umfram þörfina fyrir eðlilegt viðhald og nauðsynlegar nýframkvæmdir sem fylgja auknu álagi og öryggis- og umhverfiskröfum samtímans, rennur afgangurinn í ríkissjóð. Um það má að sjálfsögðu deila hvort eðlilegt sé að innheimt sé gjöld umfram þörf. en sú fjárhæð verður að vera afgangsstærð.

Vandinn sem nú steðjar að er alfarið á ábyrgð löggjafans og fjárveitingarvaldsins. Samgönguráðherra er vorkunn að fá þurfa að kljást við þessa erfiðu stöðu og viðbrögð fjármálaráðherra ættu ekki að koma neinum þingmanni á óvart. Frekari skattheimta í formi vegtolla mun engu breyta á meðan framlög til vegamála eru afgangsstærð, engin trygging er fyrir því að þeir peningar renni ekki óbeint í ríkissjóð þegar aðrar framkvæmdir verði skornar niður á móti.

Og sporin hræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins