Ef eitthvað er skylduáhorf í þessari viku, þá er það heimildarmyndin sem Rúv sýndi í gær um Harald Ólafsson, Halla sigurvegara, eins og myndin heitir. Halli var barnungur vistaður á Kópavogshælinu, það var fávitahæli, þá var það kallað svo. Halli hafði misst móður sína, hann var spastískur, og það var álitið að hann gæti ekkert lært og ekkert gert. Hann var beittur miklum órétti, en hann er ekki beiskur – á einum stað sá ég honum lýst sem „kærleiksríkum húmanista“.
En þetta er saga um mikið þolgæði og hvernig sigrast má á erfiðleikum. Það kom í ljós að Halli hafði til að bera góðar gáfur, hæfileika og þrautseigju. Þetta er afar merkilegt lífshlaup, myndin, sem er gerð af Páli Kristni Pálssyni, er hrífandi, hún snertir mann djúpt og vekur mann til umhugsunar um hvað það er sem skiptir í raun máli í lífinu.
Myndina má sjá með því að smella hér.