fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

,,Aðferðafræðin sem stjórnvöld í Bretlandi beittu í tengslum við Brexit var að mörgu leyti svipuð og hér á landi í Icesave málinu‘‘

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Heimisdóttir, Sigurður Hannesson og Björn Ingi Hrafnsson í myndveri Eyjunnar.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri eignarstýringar Kviku banka var gestur Eyjunnar í umsjón Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN ásamt Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðingi. Sigurður var náinn ráðgjafi fyrri ríkisstjórnar í peningastefnu- og efnahagsmálum og kom mikið við sögu í leiðréttingunni frægu. Hann ræddi meðal annars hvað færi að fara úrskeiðis í stjórnmálunum þegar almannavilji virðist ekki skila sér til ráðamanna, meðal annars hvað varðar skoðanakannanir og fleira. Til að mynda í Icesave málinu þar sem stjórnmálamenn hafi á sínum tíma hvatt þjóðina til að gera eitthvað allt annað en langstærstur hluti hennar gerði.

Aðspurður um það hvers vegna hinir hefðbundnu fjölmiðlar bæru ekki lengur að því er virðist skynbragð á andrúmsloftið í samfélaginu, hvort sem það er hér á landi eða erlendis segir Sigurður að það sé hugsanlega vegna breyttra aðstæðna og breyttrar hegðunar.

Aðferðafræðin sem stjórnvöld í Bretlandi beittu í tengslum við Brexit var að mörgu leyti svipuð og hér á landi í Icesave málinu. Flokkar sem höfðu áhuga á því að Bretland yrði áfram inni í Evrópusambandinu beittu fyrst og fremst hræðsluáróðri. Það voru fyrst og fremst þau rök, að það væri svo slæmt og koma svo illa niður á öllum ef að landið færi úr Evrópusambandinu.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Eyjan 2. mars 2017 – Fyrri hluti from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins