fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Páll Magnússon: Risavaxin fyrirtæki gleypa fasteignamarkaðinn – „Allir eru að verða leigjendur hjá þeim“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. mars 2017 23:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi Útvarpsstjóri, var gestur Eyjunnar á ÍNN í kvöld. Þar ræddi hann stóru málin og brýn verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir. Sjálfur segist hann enn vera að venjast þingmennskunni sem sé annars ögrandi og skemmtileg. Athygli vakti að hann skyldi ekki settur í ráðherrastól eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins og lýsti hann sjálfur yfir óánægju sinni í þeim efnum.

„Ég er hins vegar ekkert að dvelja við það og ekki í neinni persónulegri fýlu út af því heldur tek stöðuna upp á nýtt og reyni að verða að eins miklu gagni og ég get,“ segir Páll. Aðspurður segir hann ekkert því til fyrirstöðu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreinsnar og Bjartrar framtíðar nái árangri.

„Það má kannski segja sem svo að þetta stjórnarsamstarf hafi verið ástríðulítið í upphafi. Þetta varð hins vegar niðurstaðan. Ég held að það þurfi ekki að segja til um þann árangur sem þessi ríkisstjórn getur náð,“ segir Páll.

Verðum við ekki að segja sem svo að niðurstaðan úr öllu þessu langa ferli sé besta ríkisstjórnin sem við gátum fengið. Við gátum ekki fengið aðra, það var reynt. Það gæti kannski orðið fararheill fyrir ríkisstjórnina að hún þarf að standa saman. Svo verður bara að láta á það reyna hvernig gengur.

Standa þarf vörð um stöðugleikann

Páll segir mikilvægt að stjórnin standi vörð um stöðugleikann og telur ákveðin hættumerki a lofti í fjármálageiranum. Of mikil kerfisáhætta felist í því að bankarnir séu í fangi ríkisstjórnarinnar. Þeir séu heldur ekki best settir í höndum vogunarsjóða.

„Það kannski heldur ekki sérstaklega farsælt fyrir íslenskt fjármálakerfi að það sé í eigu vogunarsjóðs. Það er í eðli málsins ekki sérstaklega þolinmótt fjármagn þar sem þeir eru dálítið í því að taka peningana og hlaupa þar sem þeir eru,“ segir Páll

Þeir myndu vera að hámarka eigin arð af eignarhaldinu á bankanum, fá eins mikið út úr honum á eins skömmum tíma og þeir geta, og vera svo farnir.

Húsnæðismál verða að ganga fyrir

Aðspurður um hvort Sjálfstæðismenn ætli að endurskoða sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum sökum stöðunnar á fasteignamarkaði segir Páll það brýnt að flokkurinn ræði þessi mál í sínum hópi. Ungu fólki reynist erfitt að eignast húsnæði og fara inn á markaðinn. Hins vegar er annað sem sé að grafa undan sjálfseignarstefnunni. Það séu stóru fasteignafyrirtækin sem eru að kaupa upp húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Það eru að verða til á Íslandi risavaxin fyrirtæki sem eiga stóran hluta af fasteignamarkaðnum, og eru að véla með hann, og allir eru að verða leigjendur hjá þeim.

Mikilvægt að endurheimta traust

Páll talar af reynslu úr fjölmiðlabransanum þegar hann segir mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að endurheimta traust almennings. „Við erum búnir að laga það sem aflaga fór í hruninu efnahagslega,“ segir hann.

Við eigum eftir að laga það að límið fór úr samfélaginu, traustið brást, það er tortryggni sem er ríkjandi. Traust verður ekki keypt. Þú getu ekki heimtað það. Þú verður bara að haga þér þannig að þér verði treyst.

Hér má sjá viðtalið Pál Magnússon:

https://vimeo.com/206461170

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“