fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnvöld funda að vogunarsjóðum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við fulltrúa bandarískra vogunarsjóða, funduðu fulltrúar stjórnvalda með fulltrúum vogunarsjóðanna í New York í vikunni. Um er að ræða fjárfestingarsjóða sem eiga vel yfir hundrað milljarða í aflandskrónum en tóku ekki þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands í fyrra. Greint er frá þessu í Markaðnum í dag.

Heimildir Markaðarins herma að fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafi haldið út til New York síðastliðinn sunnudag til að funda með bandarísku vogunarsjóðunum Autonomy Capital, Eaton Vance, Loomis Sayles og Discovery Capital. Þeir sem fundinn sóttu voru að sögn Markaðarins voru Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, og Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, en bæði Guðmundur og Benedikt eiga sæti í stýrinefnd um losun hafta.

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra vildi ekki tjá sig um fundarhöldin, sagði hann málið „í vinnslu“.

Fundarhöldin miða að því að kanna grundvöll samkomulags sem myndi gera vogunarsjóðunum kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri á hagstæðu gengi. Í grein Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra hjá Kviku banka og fyrrverandi varaformanns framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta sem greint var frá í gær sagði hann að allar forsendur séu nú fyrir hendi að afnema höftin, gagnrýndi hann stjórvöld að gefa í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári. Sagði Sigurður að með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram yfir hagsmuni landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump