Hvernig litist mönnum á ef hús af þessu tagi væri byggt utan í sjálfu Hornbjargi? Líklega myndu heyrast hávær mótmæli vegna náttúruspjalla.
En þetta er samt svolítið flott – svona á sinn hátt, dálítið James Bond, fútúrismi á hjara veraldar – verður varla nokkurn tíma byggt, en það er líklega ekki ætlunin heldur.
Þessi teikning er eftir hönnuð sem nefnist Alex Hogrefe, hérna má sjá meira af verkum hans. Sumt af því er leikur að ímyndunaraflinu, eins og húsið í Hornbjargi sem hann býr með því að setja saman myndir frá Íslandi og hús sem hann teiknar í tölvu.
Þetta birtist á vef sem nefnist My Modern Met og þar segir að það væri frábært ef hið íslenska heimili Hogrefe yrði að veruleika – varla eru allir sammála um það hér norðurfrá…