fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Etchemendy, doktor í heimspeki og fyrrum forstöðumaður Stanford háskóla. Áður starfaði hann við Princeton. Mynd/Stanford News Service

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu, ekki utanaðkomandi heldur innan frá. Á sama tíma og háskólum hefur tekist að ná gríðarlega góðum árangri þegar kemur að því að útrýma kynbundinni mismunum og kynþáttahatri þá er að myndast óþol gagnvart vitsmunum með pólitískri einstefnu, vaxandi þröngsýni og hálfgerðri skoðanaeinræktun á sumum sviðum. Þetta segir John Etchemendy fyrrum forstöðumaður Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í ræðu sem hann hélt fyrir fjárhaldsmenn skólans í vikunni.

Etchemendy segir háskóla vissulega í mikilli hættu út á við vegna niðurskurðar Vestanhafs:

En ég hef hins vegar mun meiri áhyggjur af hættunni innan frá. Í gegnum árin hef ég fylgst með stigvaxandi umburðarleysi í háskólum landsins – ekki umburðarleysi gagnvart kynþáttum eða kyni – en þar höfum við náð góðum árangri. Heldur vitsmunalegu umburðarleysi (e. intellectual intolerance), pólitískri einstefnu sem stríðir gegn því sem háskólar eiga að standa fyrir,

segir Etchemendy:

Þetta birtist í margan hátt, þar á meðal með vitsmunalegri einræktum á sumum sviðum, kröfum um að hafna fyrirlesurum og útiloka hópa sem þóknast ekki og kröfum um að háskólinn myndi sér stjórnmálaskoðanir. Við skömmumst yfir bergmálsherbergjum á sama tíma og við tökum ekki eftir bergmálsherberginu sem við höfum smíðað utan um okkur sjálf.

Stanford-háskóli í Kaliforníu.

Fólk með andstæð sjónarmið hvorki heimskt né illt

Etchemendy segir háskóla ekki vettvang til að styrkja persónuleg pólitísk viðhorf þeirra sem þar starfa, þegar það sé gert sé verið að ganga gegn hlutverki stofnananna. Það sem krefjist hugrekkis sé að opna á mismunandi hópa og sjónarmið því leitin að sannleikanaum þurfi verðuga andstæðinga.

Eyjan bar skrif undir íslenskan prófessor sem hefur starfað í háskólum hér á landi sem og erlendis, hann vildi ekki tala efnislega um stöðuna hér á landi í smáatriðum en tók fram að þessi skrif væru satt og rétt. Etchemendy segir framtíðina eiga eftir að vera erfiða fyrir fræðasamfélagið, fyrsta skrefið sé að háskólakennarar minni nemendur sína og samstarfsfólk á að fólk sem andstætt sjónarmið sé sjaldnast heimskt eða illt, þvert á móti getur það vitað hluti sem aðrir gera ekki og hafi annan og dýpri skilning:

Það er erfitt fyrir fólk að gefa vönduðum verkum gaum þegar það rímar ekki við manns eigin verk og sé jafnvel beint gegn manns eigin djúpstæðu skoðun. En við þurfum verðuga andstæðinga til að skora okkur á hólm í leitinni að sannleikanum. Það er algjört grundvallaratriði til að tryggja gæði okkar verka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn