fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ruglumræðan – Kjararáð og áfengið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er framundan mikill órói á vinnumarkaði – og þar eru hinar stórstígu launahækkanir til þingmanna og ráðherra eins og olía á eld. Píratar leggja fram frumvarp um að vinda ofan af úrskurði Kjararáðs sem magnar upp ófriðarhorfurnar. Kjarasamningar verða brátt lausir hjá stórum hluta launþega.

Þeir fá þau viðbrögð úr stjórnarliðinu að þetta sé „ruglumræða“ og að það sé „óþolandi að taka umræðu“ um þetta. Málið fæst ekki á dagskrá, en það er hægt að verja tíma þingsins í umræðu um frumvarp um að setja áfengi í almennar verslanir, leyfa áfengisauglýsingar og selja áfengi langt fram á kvöld í búðum.

Píratar birta þetta línurit sem sýnir ágætlega hver þróunin hefur verið á vinnumarkaðnum – og hvað hækkanirnar til stjórnmálamanna eru úr takt við annað. En það er greinilega enginn vilji til að grípa inn í, þótt margir hafi verið þeirrar skoðunar á tíma úrskurðarins að slíkt væri nauðsynlegt. Forseti Íslands afsalaði sér launahækkuninni – sem líka er farið að sjá staði í sveitarstjórnum landið um kring.

Nú segir forsætisráðherra – sem hefur verið mikill talsmaður Salek samkomulagsins svokallaðs – að vinnumarkaðsmódelið sé mölbrotið.

Það þurfti ekkert kjararáð og úrskurð frá því til þess að læknar tækju hér skurðstofur í gíslingu. Það þurfti heldur ekkert kjararáð eða úrskurði frá því til þess að loka hér skólastofum í marga mánuði og ég hef enga trú á því að það fáist einhver sanngirni í þessa umræðu eins og vinnumarkaðsmódelið er í dag. Það er einfaldlega mölbrotið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum