„Spurningin um vaxtastigið tengist einni af helstu áskorunum peningastefnunnar um þessar mundir. Hún er sú að vextir erlendis eru í sögulegu lágmarki á sama tíma og vaxandi spennu gætir í innlendum þjóðarbúskap. Þetta gerir það erfiðara en ella að halda uppi því vaxtastigi hér á landi sem þarf til að ná jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs á innlendum framleiðsluþáttum og halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið.“
Þetta sagði Már Guðmundsson Seðlabankastjóri á fundi fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í dag. Sagði hann verðbólguna lága vegna þess að erlend viðskipti, til dæmis með olíu, séu hagstæð. Innlend verðbólga án húsnæðisverðs er um 2% og að viðbættum húsnæðisliðnum væri verðbólgan enn hærri.
Sigurður: Ráðast þarf gegn háum raunvöxtum
Dr. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri eignarstýringar Kviku banka sagði í gær að endurskoða þurfi peningastefnuna þar sem breytt efnahagslandsag kalli á slíka endurskoðun, sem dæmi hafi krónan styrkst umtalsvert vegna ferðaþjónustunnar. Í dag eru Segir Sigurður að við þær aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú 5%, segir Sigurður að við þær aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar, því þurfi að ráðast gegn háum raunvöxtum.
Batnandi verðbólguhorfur
Már minnir á að vextir voru lækkaðir um 0,5% í ágúst síðastliðnum og um 0,25% í desember:
Það eru mun lægri Seðlabankavextir en verið hafa hér á landi að jafnaði frá því markaðsákvarðaðir vextir héldu innreið sína upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. Auðvitað var það að nokkru leyti sakir þess að verðbólga og verðbólguvæntingar voru hærri en nú en einnig vegna þess að raunvextir voru hærri.
Segir Már að stóra myndin sem blasi við núna sé í grundvallaratriðum sú sama og í ágúst fyrir utan að velgengnin sé mun meiri en reiknað var með. Í haust hafði Seðlabankinn áhyggjur af því að krónan myndi ofrísa í aðdraganda haftalosunar. Var markmið bankans var einnig að koma gjaldeyrisforða í æskilega stærð áður en stór skref í losun fjármagnshafta yrðu tekin. Þrátt fyrir þetta hafði verðbólga verið undir markmiði í á þriðja ár, verðbólguhorfur höfðu batnað og verðbólguvæntingar á nær alla mælikvarða höfðu lækkað í markmið. Segir Már að ljóst hafi verið að sögulegur árangur við stjórn peningamála væri að nást:
Hagvöxtur í fyrra og í ár verður mun meiri, viðskiptaafgangur einnig en atvinnuleysi minna. Verðbólguhorfur hafa batnað og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefur styrkst. Spáð er að verðbólga verði rétt undir markmiði í ár og nái hámarki á öðrum ársfjórðungi 2019 og verði þá tæplega 3%, en í spá Seðlabankans í ágúst var spáð að verðbólgan næði hámarki í tæplega 4% á öðrum ársfjórðungi 2018.