fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Sjávarútvegurinn ekki lengur aðal?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Ólafsson hagfræðingur birtir athyglisvert sjónarhorn um lok sjómannaverkfallsins. Hann segir að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í málinu og ekki látið stilla sér upp við vegg

Niðurstaða sjómannadeilunnar er merkileg fyrir ýmsar sakir. Ég hef ekki séð eða kynnt mér samninginn sjálfan, enda er það aukaatriði í því samhengi sem ég ætla að ræða. Tíu vikna kjaradeila er langt reiptog. Þótt deiluaðilar væru orðnir sáttir með samninginn, þá var þó reynt að sýna styrk og knýja ríkisvaldið til hlýðni, sýna hver réði. Það var ekki í fyrsta skiptið sem deiluaðilar ýttu svarta Pétri til ríkisins. Þar skyldi knúið á um sérlausn fyrir „illa launaða sjómenn“sem kröfðust vildarlausar fyrir sig eina. Það verður að segja að Þorgerður Katrín og reyndar ríkisstjórnin hélt vel á þessu máli. Hún lét aldrei stilla sér upp við vegg; hlustaði ekki á ábyrgðarlausa frekjuhunda úr Vestmannaeyjum.

Þröstur skrifar líka um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið og þykir þau vera til marks um að mikilvægi sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi hafi minnkað, það sé komið á meira jafnvægi milli atvinnugreina.

Stóru tíðindin við uppgjör deilunnar eru þau að verkfall sjómanna gat staðið í 10 vikur án þess að hafa áberandi áhrif á efnahagslíf landsmanna. Fiskútflutningur lagðist að mestu leyti af. Enginn gjaldeyrir kom frá sjávarútveginum í 10 vikur. Fyrir ca. 20 árum síðan hefði þetta sett (gjaldeyris)viðskipti landsmanna í miklar kröggur. Háværar kröfur um þörf á lagasetningu hefðu dunið á ráðamönnum. Ekki núna. Enginn bað um neitt (nema tveir kröfuhanar), ekkert fór úr skorðum, nema störf fiskvinnslufólks, sem, því miður, lögðust af á meðan. Nægur gjaldeyrir var til staðar því ferðaiðnaðurinn fyllti gjaldeyrishirslur bankakerfisins nægiilega ríflega.Verkfallið sýndi svart á hvítu að ofurmikilvægi sjávarútvegsins í efnahagslífi Íslendinga er liðinn tíð. Kverkatakinu er lokið. Jafnvægi hefur skapast á milli atvinnuvega. Það eru góð tíðindi.

Það verður samt að slá varnagla við þetta. 2007 var líka sagt að sjávarútvegurinn væri hættur að vera aðalatvinnugrein landsmanna. Á þeim tíma birtust fréttir um slæma stöðu fiskistofna og sókn í þá var minnkuð. Þetta hefði að öllu jöfnu valdið samdrætti, en þá var uppgangurinn í viðskiptalífinu slíkur að ekki sást högg á vatni, hlutabréfavísitölur héldu áfram að hækka. Þetta þóttu talsverð tíðindi og einmitt sagt að sjávarútvegurinn væri ekki jafn mikilvægur og áður.

En svo hrundi bankakerfið og sjávarútvegurinn varð aftur aðal. Ítök útgerðarinnar eftir hrunið voru geysilega sterk. En það er rétt hjá Þresti að eins og stendur er túrisminn miklu stærri en hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris