fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

50 ára Penny Lane/Strawberry Fields

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 00:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver mesti dýrgripurinn sem ég átti í plötusafni mínu þegar ég var strákur var litla platan með Penny Lane öðru megin og Strawberry Fields Forever hinum megin. Hún var í upprunalegu umslagi sem leit svona út.

 

 

Ég man ekki hvernig ég eignaðist plötuna, en ég var bara sjö eða átta ára og óður í bítlatónlist. En ég var líka vitlaus og eignaðist plastmöppu sem hægt var að setja plöturnar í og þá fargaði ég umslögunum. Það var mjög heimskulegt. Seinna týndist reyndar plötumappan líka og þá fóru dýrgripir eins og þessi, Hey Jude/Revolution, We Can Work It Out/Day Tripper, en líka plötur eins og In The Year 2525 og Dizzy. Þetta var ekki allt jafn frábært.

Nú í vikunni eru 50 ár síðan Penny Lane/Strawberry Fields kom út. Frétti það í kvöld, það er furðulegt að bæði þessi lög leituðu á mig í dag – ég var raula þau í bílnum. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þetta sé hinn algjöri hátindur á ferli Bítlanna. Bæði Lennon og McCartney í ótrúlegu formi, hvor með sinn stíl, bæta hvor annan upp, vinir en líka keppinautar.

Lögin frábær, útsetningar frumlegar og skemmtilegar, textarnir bráðsnjallir. Penny Lane er reyndar uppáhalds bítlalagið mitt af þeim öllum. Það verður að taka fram að myndbandið sem fylgir með passar ekkert sérlega vel við texta lagsins – sem er skemmtileg og kímin götumynd frá Liverpool. Strawberry Fields er reyndar líka staður í Liverpool, þar lék Lennon sér sem barn.

Lögin sem slík heyra til Sgt. Peppers tímanum. Hefðu getað verið á þeirri plötu og styrkt hana mjög. En á þeim tíma var víst samningsatriði við Parlophone-útgáfuna að Bítlarnir gæfu út smáskífur með lögum sem ekki væru stórum plötum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata