fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Hluthafar í Borgun fái 4,7 milljarða í arð

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Lagt verður til að hlut­hafar í Borgun fái greiddan allt að 4,7 millj­­arða króna arð á stjórnarfundi félagsins á morgun. Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­­blaðs­ins er búið að kynna helstu hlut­höf­um til­­lög­una og þeir hafa ekki mótmælt, verður gengið út frá því að tillagan verði samþykkt einróma þar sem hagnaður Borgunar var nærri 8 milljarðar króna í fyrra og því gangi arðgreiðslan ekki nærri félaginu.

Íslands­­­banki, sem er í eigu ríkisins, á 63,47% hlut í Borgun, Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Borg­un er skráð fyr­ir 29,38% hlut og BPS er skráð með 5% hlut. Íslands­­­banki fær því greidda frá Borg­un rúma þrjá millj­­arða, Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Borg­un fær 1,4 millj­­arða og BPS 235 millj­­ón­ir. Í fyrra voru greiddir 2 milljarðar í arð.

Landsbankinn hefur stefnt stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. Krefst bankinn viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna sölunnar á Borgun. Erfitt hefur verið að  meta þær fjár­hæðir sem Lands­bankinn fór á mis við, en fram kemur í svartri skýrslu ríkisendurskoðunar að hagnaður Borg­unar, alls um 6,2 milljarðar króna, varð að nokkru leyti til eftir sölu eignarhlutar Borgunar í Visa Europe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd