fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Ásakanir um tengsl ráðgjafa Trump við Rússa valda skjálfta í Washington

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 00:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Fréttaflutningur bandaríska stórblaðsins New York Times um að fjölmargir af fremstu ráðgjöfum Donalds Trump í kosningabaráttunni hafi átt ítrekuð samtöl við rússneska leyniþjónustumenn í heilt ár fyrir forsetakosningarnar í nóvember sl. valda nú titringi í höfuðborginni Washington DC og víðar í Bandaríkjunum.

Þessar upplýsingar bæta gráu ofan á svart eftir að Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði af sér embætti í byrjun vikunnar. Ástæðan var að hann varð uppvís að tengslum við Rússa og leynimakki við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum áður en Trump settist í forsetastólinn. Flynn ræddi meðal annars viðskiptaþvinganir og fleiri refsiaðgerðir sem Bandaríkjamenn beittu sér fyrir gegn Rússum.

Eftir afsögn Flynn sendi John McCain öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrum forsetaframbjóðandi frá sér fréttatilkynningu á þriðjudag þar sem meðal annars sagði að brotthvarf þjóðaröryggisrágjafans:

…væri tilefni þess að spyrja fleiri spurninga varðandi fyrirætlanir Trump-stjórnarinnar gagnvart Rússlandi Vladimir Pútíns.

Upplýsingar New York Times komu fram aðeins sólarhring síðar. Þær byggja á viðtölum við fjóra núverandi eða fyrrverandi embættismönnum úr bandarísku stjórnsýslunni. Bandarískir leyniþjónustumenn munu hafa komist á snoðir um að fjöldi starfsmanna í kosningabaráttu Trump voru í reglulegu sambandi við rússneska leyniþjónustumenn í aðdraganda kosninganna. Þetta kom í ljós þegar leyniþjónustur Bandaríkjanna stunduðu hleranir á Rússum til að grennslast fyrir um það hvort þeir væru að reyna að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar.

Í þessu samhengi er nú rifjað upp að Donald Trump hvatti Rússa til þess á blaðamannafundi í fyrrasumar að þeir brytust inn í tölvupóstþjón Hillary Clinton. Trump hefur líka ítrekað talað vinsamlega um Pútín og jafnvel hrósað honum í hástert:

Það þykir ekki góð latína í augum margra háttsettra bandarískra sjórnmálamanna að gæla við Rússa. Í því samhengi er fréttaflutningur um að kosningavél Trump hafi jafnvel verið beintengd við undirróðursmenn á vegum stjórnvalda í Krem, nokkuð sem er eins og olía á eld.

Fréttaritari norska Aftenposten skrifar að demókratar kalli nú eftir óháðri rannsókn á þessu máli og að sumir þingmenn repúblikana séu í vaxandi mæli farnir að ókyrrast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur