fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Hin umdeilda bíómynd La la land

Egill Helgason
Mánudaginn 13. febrúar 2017 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í erlendum fjölmiðlum er talað um bakslag gegn kvikmyndinni La la land. Hún hefur samt verið að sópa til sín verðlaunum, síðast á Bafta-hátíðinni, og er náttúrlega tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlaunanna.

En hún er gagnrýnd fyrir að kynjahlutverkin séu eitthvað skökk, jafnvel fyrir afstöðu til kynþátta og svo líka fyrir að lýsingin á djasstónlist sé ekki nógu nákvæm, að hreinstefnu djassfólki sé algjörlega misboðið. Á Facebook sér maður líka alls kyns viðbrögð – sum ansi sterk. Nokkrir ágætir vinir mínir hafa farið hamförum gegn myndinni. Einn sagðist hafa gengið út í hléi. Félagi minn Stefán Karl Stefánsson skrifar á Facebook:

La la land fær Bafta og Donald Trump tekur við Hvíta húsinu. Hvað næst?

Hví vekur þessi indæla mynd svo sterkar tilfinningar? Hún er vel gerð og mjög áferðarfalleg. Litirnir eru dýrlegir, fötin og leikmyndin, tónlistin grípandi. Hún minnir á gömlu draumaverksmiðjuna eins og Hollywood var eitt sinn kallað, það var á sjálfri gullöldinni sem myndin vísar í.

Þetta er escapism – langt frá gráum raunveruleikanum – það má líka, þannig voru gömlu söngvamyndirnar, og kannski ekki síst á tíma þegar maður sér varla bandaríska mynd eða sjónvarpsþátt án þess að sé sífellt verið að veifa byssum og skjóta fólk, líkt og það sé bara venjulegur hluti af hversdagsleikanum. Heitir það ekki að normalísera?

Svo virðist La la land draga fólk í bíó sem annars fer helst ekki í kvikmyndahús. Eins og til dæmis eldra fólk sem ég frétti af og hafði síðast farið í bíó og séð Amadeus. Það var eiginlega hætt að þora að fara út af hávaðanum og djöfulganginum – sem n.b. er ekki að finna í hinni þokkafullu La la land.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata