fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Áform ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun í uppnámi: „Bara einhver vitleysa“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. febrúar 2017 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson. Eyjan/Pressphotos.biz

Óhætt er að segja að áform Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um að lögfesta svonefnda jafnlaunavottun séu í uppnámi, því sífellt fjölgar þeim þingmönnum stjórnarliðsins sem lýsa efasemdum um málið og neita að styðja það.

Óli Björn Kárason lýsti því yfir í síðustu viku að hann gæti ekki stutt svo íþyngjandi ígrip í atvinnulífið og flokksbróðir hans Brynj­ar Ní­els­son, tekur í sama streng í samtali við Morgunblaðið.

Þá sagði Sig­ríður And­er­sen, dóms­málaráðherra á dögunum, að fyr­ir­liggj­andi gögn gæfu ekki til­efni til þess að full­yrða að kyn­bund­inn launamun væri á finna á vinnu­markaðinum.

Brást Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, hart við þeim ummælum Sigríðar og spurði hvort hún hefði kynnt sér stjórnarsáttmálann og gæti stutt ríkisstjórnina.

„Það er auðvitað meg­in­for­send­an ef ætl­un­in er að fara út í svona inn­grip að vanda­mál sem ætl­un­in er að leysa sé ör­ugg­lega til staðar. Það er al­veg frum­for­send­an,“ segir Brynjar.  „Menn verða að at­huga það að þetta er markaður, vinnu­markaður. Menn eru í sam­keppni þar. Það þýðir ekk­ert að fara að láta rík­is­valdið skipta sér af þessu.“

Þórlindur Kjartansson, ritstjóri Deiglunnar.

Brynjar líkir þessu við verðlags­eft­ir­lit af hálfu hins op­in­bera. „Þetta er bara ein­hver vit­leysa. Ég vona að menn end­ur­skoði þetta,“ segir hann.

Málið hefur töluvert til umræðu á samskiptamiðlum undanfarna daga. Þórlindur Kjartansson, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, hefur efasemdir um jafnlaunavottun.

Hann segir á fésbók:

„Ég veit ekki hvort pólitíkusarnir halda að „jafnlaunavottun“ sé bara eitthvað smámál sem er allt í lagi að keyra bara í gegn og vona svo það besta. En þetta er meiriháttar inngrip og afskiptasemi af rekstri fyrirtækja. Umræðan um þetta mál virðist eiga mest skylt við trúarbrögð, því allir sem reyna að skoða tölurnar og meta raunverulega þörfina, eru baulaðir niður af offorsi og með illindum.

Það er ekki lítið íþyngjandi ef ríkið ætlar að gera kröfu um að stýra launum í fyrirtækjum og neyða vinnuveitendur til þess að þurfa að gera ríkinu grein fyrir öllum þeim þáttum sem geta valdið því að starfsmenn, sem á yfirborðinu kunna að hafa mjög líkan prófíl, eru mjög mismunandi verðmætir fyrir reksturinn.

Vonandi fá hagsmunir minni og meðalstórra fyrirtækja (sem eru uppspretta langstærsta hluta verðmætasköpunar í landinu) smá sólarglætu—þótt líklega hafi fáir úr stétt stjórnmálamenn reynslu af rekstri slíkra fyrirtækja (enda flestir alið sína starfsævi hjá stórum fyrirtækjum eða ríkisvaldinu),“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi