fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Að setja kíkinn fyrir blinda augað

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. febrúar 2017 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon.

Eftir Andrés Magnússon:

Í pistli á Eyjunni, og birtur var 10. febrúar sl., var fjallað um tilhlökkun og spennu fyrir komu Costco til Íslands. Eitthvað hefur þú flækst fyrir pistlahöfundi í umfjöllun sinni yfir meintri andstöðu innlendra aðila, og sér í lagi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, við innreið Costco á innlendan markað að fyrirtækið er nú þegar aðili að samtökunum. Því hafa SVÞ heitið því að gæta hagsmuna Costco, líkt og annarra aðildarfyrirtækja samtakanna, í einu og öllu og bæta starfsskilyrði þess fyrirtækis sem og annarra aðildarfyrirtækja.

Í pistli sínum vísar Orðið á götunni frjálslega til Gróu á Leiti um að SVÞ vilji standa í vegi fyrir sjálfsögðum réttindum Costco að verða sér úti um tollkvóta fyrir innflutning á landbúnaðarvörum. Tilvísun til sjálfsagðra réttinda hér að framan er þó að vissu leyti ákveðin öfugmæli enda hafa íslensk stjórnvöld komið á laggirnar regluverki hvað varðar úthlutun slíka kvóta sem bæði er óneytendavænt og íþyngjandi gagnvart innlendri verslun og hagsmunum neytenda.

Til að höggva á þann kerfislæga rembihnút, sem tollkvótakerfið sannarlega er, lögðu SVÞ fram til kynningar, fyrir bæði Alþingi og stjórnvöldum, tillögur til að koma á sanngjörnu kerfi sem fæli ekki í sér umframkostnað á tollkvóta sem upphaflega var ætlað að efla innlenda samkeppni með þessar vörur. Eitthvað hefur Orðið á götunni fengið frásögn af þeirri tillögu í stikkorðastíl enda varla einbeittur vilji pistlahöfundar að draga fram jafn skakka mynd af þeirri tillögu og raun ber vitni.

Því er SVÞ bæði ljúft og skylt að upplýsa viðkomandi um að tillaga samtakanna snýr að því að tryggja hagsmuni allra hagaðila varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og jafnvel gengið svo langt að tryggja ákveðinn hluta fyrir nýja aðila á markaði sem Costco sannarlega er. Ekki er þetta fyrirkomulag eingöngu til þess fallið að tryggja hagsmuni nýrra aðila til skemmri tíma séð heldur er það fyrirkomulag einnig til þess fallið að tryggja þá hagsmuni til lengri tíma með því að skapa þeim aðilum sögulega reynslu.

Það er staðföst skoðun SVÞ að samkeppnisrök sem og sanngirnisrök falla bæði að því að því að úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur sé ekki skattlögð í þeim tilgangi hækka vöruverð til neytenda og úthlutun á þeim takmörkuðu gæðum sé framkvæmd á gagnsæjan og sanngjarnan hátt. Nái tillögur SVÞ fram að ganga eru því innlend stjórnvöld að leggja sitt af mörkum að tryggja vöruframboð á innfluttum landbúnaðarvörum á samkeppnishæfu og sanngjörnu verði til handa innlendum neytendum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“