fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Icelandair Group bar skylda til að gefa út afkomuviðvörunina

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group segir að félaginu hafi borið skylda til að gefa út aðkomuviðvörun fyrir uppgjörsfund félagsins, annað hefði verið brot á reglum. Afkomuviðvörunin olli miklum titringi á mörkuðum og féllu bréfin um tugi prósenta í verði, var þetta stærsta fall á hlutabréfum í kauphöllinni frá hruni. Björgólfur var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan í gær.

Við vorum að enda mjög gott rekstrarár hjá félaginu og eins erum við búnin að vera að byggja upp efnahagsreikning félagsins þannig að hann er mjög traustur, tilbúinn til að takast á við þær sveiflur sem að eru oft í flugrekstri,

segir Björgólfur. Árið í fyrra var með besta móti og þrátt fyrir hagnað í ár segir Björgólfur það hafa verið teikn á lofti allt þetta ár að meðalárgjaldaverðið væri á niðurleið, þetta hafi komið fram á kynningarfundum félagsins á öðrum og þriðja ársfjórðungi:

Síðan heldur þessi lækkun áfram í janúar og við sjáum verulegt hikst í bókunarflæði frá miðjum janúar, tvær vikur í röð. Við förum síðan að stilla þessu upp hvernig þetta komi inn á rekstur ársins og niðurstaðan er þessi sem að við kynnum. Við erum þá um leið komin með innherjaupplýsingar og samkvæmt reglum eigum við þá að tilkynna.

Björgólfur segir að það megi velta því upp hvort það hefði mátt bíða, en það sé utan við reglurnar. Hann segir að það hefði mátt setja viðvörunina öðruvísi fram, það verði skoðað í ljósi viðbragðanna. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Björgólf Jóhannsson má sjá hér fyrir neðan, viðtalið byrjar á 34 mínútu:

Eyjan 09FEB17 from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“