fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín um sjómannaverkfallið: Æskilegt að koma ekki að tómu borði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. febrúar 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Eyjan/Gunnar

„Það er mjög skiljanlegt að þrýstingur skapist á stjórnvöld að grípa inn í deilu útgerðarmanna og sjómanna. Sá þrýstingur einskorðast ekki við einstaka hópa eða þingflokka, enda hefur verkfallið áhrif á samfélagið allt og langt út fyrir landsteinana. Aðal þrýstingurinn er hinsvegar á deiluaðila að ná samningum. Stjórnvöld eiga að fylgjast vel með á meðan, greina þjóðhagsleg áhrif verkfallsins og undirbúa ólíkar sviðsmyndir. Sú vinna er nú í fullum gangi í ráðuneytunum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þorgerður Katrín hefur fengið áskoranir um að ríkisstjórnin leggi fram lög á verkfallið og Alþingi grípi þannig í taumana, enda miklir þjóðarhagsmunir í húfi.

„Ég neita því hinsvegar ekki að æskilegt hefði verið að koma ekki að tómu borði hvað þetta ærna verkefni varðar, en verkfallið er auðvitað eldra en ríkisstjórnin sjálf,“ segir Þorgerður Katrín og virðist þannig skjóta á forvera sinn í embætti, Gunnar Braga Sveinsson og ríkisstjórnina sem áður sat.

„Eftir stendur að lausnin liggur hjá samningsaðilum sem ég treysti fyllilega að finna þá lausn sem skynsöm er fyrir sjómenn, útgerðir og þar með samfélagið allt,“ segir Þorgerður Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi