fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Göran Persson telur að Trump verði settur af: „He will make America small, again“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. febrúar 2017 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Göran Persson. Samsett mynd/EPA

Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, er ekki sérstakur aðdáandi Donald Trump og því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Á miðvikudagskvöldið flutti Persson ræðu á fundi á vegum Dagens Nyheter í Svíþjóð. Þar sagði Persson um Trump: „He will make America small, again.“ En þetta vísar til slagorðs Trump: „We will make America great, again.“ En það notaði hann í kosningabaráttu sinni.

Persson sagði á fundinum að sú pólitíska stefna sem Trump standi fyrir og sé að hrinda í framkvæmd muni á endanum valda því að honum verði hafnað og að í næstu kosningum muni repúblikanar tefla öðrum frambjóðanda fram til forsetaembættisins.

Þessi maður „He will make America small, again,“ sagði Persson.

Í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember sagði Persson að hann væri órólegur vegna sigurs Trump. Á fundi Dagens Nyheter sagðist hann ekki hafa sérstakar áhyggjur af framtíðinni því Donald Trump verði ekki lengi við völd. Sagði Persson að það sem Trump sé nú að taka sér fyrir hendur verði einfaldlega ekki látið viðgangast:

Ég set stórt spurningamerki við þá pólitísku stefnu sem hann er að ýta úr vör, að það sé hægt að hrinda henni í framkvæmd. Ef þessi pólitík verður að veruleika þá mun hann ekki hitta kjósendur sem forseti í næstu kosningum, það mun einhver annar gera. Ég held að hann verði settur af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur