fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hélt því fram að Donald Trump hefði tengsl við Rússland: Fannst látinn í bíl sínum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erovinkin, Sechin, Pútín og Trump.

Fyrrum yfirmaður hjá rússnesku leyniþjónustunni fannst látinn í bíl sínum á annan dag jóla og voru kringumstæður dularfullar. Maðurinn, Oleg Erovinkin, kom að gerð skýrslu um Donald Trump þar sem því er haldið fram að Trump hafi náin tengsl við Rússland.

Breska dagblaðið Telegraph segir að Erovinkin hafi veitt upplýsingar sem voru notaðar í skýrslunni en hún vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum en í henni er því haldið fram að Trump sé mjög náinn bandamaður Rússa og að Rússar hafi jafnvel töluverða stjórn á honum vegna ósæmilegra myndbandsupptaka sem hafi náðst af Trump í Rússlandi.

Segir þar jafnframt að Erovinkin hafi áður verið yfirmaður hjá KGB og hafi átt í góðu sambandi við Vladimir Pútín, forseta, og Igor Sechin, sem er forstjóri rússneska olíurisans Rosneft. Erovinkin er sagður hafa aðstoðað Christopher Steele, fyrrum starfsmanna bresku leyniþjónustunnar MI6, við gerð skýrslunnar.

Steele hefur verið í felum síðan skýrslan komst í hámæli en hann er sagður óttast mjög um líf sitt. Ekki hefur enn verið gefið út hvað varð Erovinkin að bana en ýmsir fjölmiðlar halda því fram að hann hafi verið tekin af lífi en aðrir segja að hjartaáfall hafi orðið honum að bana. Rússneska leyniþjónustan FSB er enn að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur