fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Heildarútgjöld ferðamanna hækkuðu um 33% á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 27%

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi hækkuðu um rúm 33 prósent milli ára árin 2014 til 2015, á sama tíma fjölgaði ferðamönnum um 27%. Útgjöld til farþegaflutninga drógust saman milli ára en hlutdeild gistiþjónustu fór vaxandi. Þetta kemur fram í töflum um ferðaþjónustureikninga sem birtir eru á vef Hagstofu Íslands.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu ríflega 263 milljörðum króna árið 2015 samanborið við ríflega 197 milljarða króna árið 2014. Hlutdeild útgjalda vegna farþegaflutninga með flugi í heildarútgjöldum erlendra ferðamanna hefur dregist saman síðustu ár, var 28,9% árið 2009 en 21,9% árið 2015. Á sama tíma hefur hlutdeild gistiþjónustu farið vaxandi í heildarútgjöldum erlendra ferðamanna á Íslandi, en hún var 21,3% árið 2015, samanborið við 18,8% árið 2009.

Árið 2015 var heildarfjöldi ferðamanna 1.587.071. Þar af voru 297.946 daggestir með skemmtiferðaskipum en þeim fjölgaði um 18% frá árinu 2014. Fjöldi næturgesta var 1.289.125 og voru þeir 29% fleiri en árið áður, alls fjölgaði erlendum ferðamönnum um tæplega 27% samanborið við árið áður. Á árunum 2010 til 2013 hækkaði hlutfall ferðaþjónustunnar af vergri landsframleiðslu um 1,3 prósentustig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi