fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Boðar varla gott um þingstörfin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hugsanlegt að stjórnarandstaðan hafi gert mistök með því að fara í fýlu við kosningu í nefndir? Jú, það er gott að standa í lappirnar, en niðurstaðan er sú að stjórnarandstaðan fær ekki eina einustu nefnd. Og þannig gæti hún farið í gegnum heilt kjörtímabil.

En það má auðvitað spyrja líka hvort ríkisstjórnarflokkarnir hafi sýnt einhverja sérstaka sáttfýsi í málinu? Það hefði ef til vill mátt sýna aðeins meiri lipurð, ekki síst í ljósi þess hversu meirihlutinn í þinginu er tæpur.

Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fær sex þingnefndir, þeir þingmenn hans sem fengu ekki ráðherraembætti, raða sér í formannsstólana í nefndunum. Viðreisn fær aðeins eina nefnd, utanríkismálnefndina en Björt framtíð fær formennsku í velferðarnefnd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur semsagt tögl og hagldir í þinginu líkt og í ríkisstjórn – og eiginlega merkilegt hvað samstarfsflokkarnir hafa reynst meðfærilegir.

Kannski hefðu Viðreisn/BF þurft að leggja aðeins meiri áherslu á samstarf við stjórnarandstöðuna og þá ekki bara í ljósi fyrri fyrirheita, heldur líka til ákveðins mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir eru farnir að virka dálítið eins og dvergar í samanburði við hann.

Svo er varla hægt að segja að þetta boði gott um þingstörfin á næstunni og starfsfriðinn í þinginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“