fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Trump og fjölmiðlarnir

Egill Helgason
Mánudaginn 23. janúar 2017 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ástæða þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna var taumlaus áhugi fjölmiðla á honum. Fjölmiðlarnir gátu ekki fengið nóg af honum, hann reyndist vera úrvals smellubeita – út á það gengur svo mikið í fjölmiðlun samtímans. Trump tvítaði og það endurómaði í fjölmiðlum um allan heim. Keppinautar hans í forvali Repúblikana fengu samanlagt miklu minni athygli en hann einn. Samt var furðu seint farið að skoða vafasama fjármálagjörninga Trumps og viðhorf hans til kvenna – eins og hefði legið beint við að gera frá upphafi.

Trump á semsagt fjölmiðlunum ýmislegt að þakka, en nú í upphafi forsetatíðar sinnar er hann kominn í stríð við þá. Hann er búinn að ákveða að fjölmiðlar verði helsti andstæðingur hans í forsetaembætti. Þetta felur í sér, frá hendi forsetans, að ekki verði neitt að marka það sem fjölmiðlar segja og skrifa um hann. Allt verður hægt að afgreiða með því að þeir séu andsnúnir honum. Og þeir sem aðhyllast Trump munu taka látlaust undir þetta og kenna fjölmiðlum um allt sem aflaga fer.

Hver veit? Kannski virkar þetta? Að minnsta kosti setur þetta fjölmiðlana í nokkuð erfiða stöðu – þetta er jú bíræfin tilraun til að þagga niður í þeim svo þeir áræði ekki að birta gagnrýni um hann eða upplýsingar sem koma sér illa fyrir hann.

Svo getur þetta auðvitað tekið á sig skoplegar myndir eins og deiluna um hversu margir voru viðstaddir embættistöku Trumps. Trump heldur því fram sjálfur að það hafi verið metaðsókn, og Sean Spicer, hinn nýi blaðafulltrúi Hvíta hússins, gerði sig að fífli á fyrsta fundi sínum þegar endurtók í sífellu að aldrei hefðu fleiri fylgst með embættistöku forseta, bæði á staðnum og í sjónvarpi.

Allar upplýsingar benda til hins gagnstæða. Það er ekki erfitt að sanna og hefur verið gert bæði í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum. En fyrir Trump og hans menn skiptir það ekki máli. Hernaðarlist þeirra er að viðurkenna ekki staðreyndir, eins og þær séu ekki til, heldur sé þar einungis um að ræða tilbúning í fjandsamlegum fjölmiðlum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti