fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Innsetningarræða Trumps birt í heild sinni: Lítill sáttatónn og hjólað í elítuna

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. janúar 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Donald Trump forseta Bandaríkjanna flutti innsetningarræðu sína við þinghúsið í Washington D. C. strax eftir að hann hafði svarið eið sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Þegar Donald Trump hafði mælt nokkur kurteisisorð í upphafi ræðu sinnar kom hann sér beint að efninu þar sem hann hjólaði beint í fyrirmennin í „elítu“ bandarískra stjórnmála en fulltrúar hennar fjölmenntu að sjálfsögðu við innsetningarathöfnina þó sum kysu reyndar að sniðganga hana.

Í innsetningarræðunni var horfinn sá sáttatónn sem margir þóttust hafa greint í ræðu sem Trump flutti nóttina sem sigur hans varð ljós í forsetakosningunum 8. nóvember. sl.

Aðeins um ein og hálf mínúta var liðin af innsetningarræðunni þegar Trump lýsti því yfir að tími aðalsins í Washington væri nú liðinn:

„Athöfnin í dag hefur sérstaka þýðingu vegna þess hér erum við ekki einungis að færa völdin frá einni stjórn til annarrar, eða frá einum stjórnmálaflokki til annars, heldur erum við að færa völdin frá Washington D. C. og veitum þau aftur til ykkar, — þjóðarinnar.

Of lengi hefur lítið brot þjóðar okkar uppskorið ávexti stjórnarinnar á meðan almenningur hefur mátt standa undir kostnaðinum. Washington blómstraði en fólkið fékk ekki hlutdeild í auði borgarinnar. Stjórnmálamenn döfnuðu en störf hurfu og verksmiðjur lokuðu. Hin ráðandi öfl vernduðu sig sjálf, ekki borgara lands okkar. Sigrar þeirra hafa ekki verið ykkar sigrar. Sigurganga þeirra hefur ekki verið ykkar sigurganga. Og á meðan þau héldu hátíðir í höfuðborginni okkar þá var litlu að fagna meðal fjölskyldna sem bjuggu við basl um gervallt landið.

Allt þetta mun breytast strax hér og nú vegna þess að þetta augnablik er ykkar augnablik, það tilheyrir ykkur.

Það tilheyrir öllum sem eru saman komin hér í dag og öllum sem eru að fygljast með um gervöll Bandaríkin. Þetta er ykkar dagur. Þetta er ykkar hátíð. Og þetta land, Bandaríki Norður-Ameríku, er ykkar land.

Það skiptir í raun engu máli hvaða stjórnmálaflokkur hefur vald á ríkisstjórn okkar, heldur það að ríkisstjórninni sé stjórnað af fólkinu.

20. janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið varð stjórnendur þessa lands að nýju.

Hinir gleymdu karlar og konur þessa lands munu ekki lengur verða gleymd.

Allir hlusta nú á ykkur. Í tugmilljóna tali urðuð þið hluti af sögulegri hreyfingu sem hvergi á sér fordæmi í veröldinni.“

Trump bætti því við að á bak við þessa hreyfingu lægi sú sannfæring að þjóðin væri til vegna þess að henni bæri að þjóna eigin borgurum. Bandaríkjamenn vildu góða skóla fyrir börn sín, öruggt nágrenni fyrir fjölskyldur sínar og góð störf fyrir sig sjálf. Þetta væru einungis sanngjarnar og eðlilegar kröfur hjá réttsýnu fólki. Síðan beindi Trump orðum sínum að félaglegum vandamálum:

„En veruleikinn er annar meðal marga borgara okkar. Mæður og börn í fátæktargildrum í innri borgahlutum okkar, ryðgaðar verksmiðjur liggja dreifðar eins og legsteinar um gervallt landslag þjóðar okkar, menntakerfi sem skortir ekki fjármuni en skilar ungum og glæsilegum nemendum gersneyddum af þekkingu; og glæpirnir og gengin og eiturlyfin sem hafa ræntof mörgum lífum og rúið land okkar af svo mörgum vaxtarbroddum sem ekki fengu notið sín.

Þetta bandaríska blóðbað skal stöðvað hér og nú.“

Trump lýsti því yfir að bandaríska þjóðin væri ein heild og allir deildu sársauka þeirra sem hefðu þjáðst. Hið sama gilti um drauma þess fólks og þá velgengni sem nú biði þessara manneskja. Síðan talaði forsetinn um tengsl Bandaríkjanna við umheiminn:

„Um áratuga skeið höfum við auðgað erlendan iðnað á kostnað bandarísks iðnaðar, styrkt herafla annarra landa, á meðan við höfum umborið mjög dapurlega hnignun okkar eigin herafla. Við höfum varið landamæri annarra þjóða á meðan við höfum hafnað því að verja okkar eigin landamæri.

Og við höfum eytt billjónum á billjónir ofan handan hafanna á meðan innviðir Bandaríkjanna hafa fallið í niðurníðslu og upplausn.“

Verksmiðjur hafa lokað hver á fætur annarri og yfirgefið strendur okkar, án þess að hugir hafi einu sinni verið leiddir að þeim milljónafjölda bandarískra starfsmanna sem voru skilin eftir. Auður miðstéttar okkar hefur verið rifinn af heimilum þess fólks sem hana skipar og honum dreift á ný út um allan heim.

En þetta er fortíðin. Og nú lítum við einungis til framtíðar.“

Trump sagði að nú yrði tekin upp ný stefna sem tekið yrði eftir um gervallan heim, allt til æðstu valdastofnana:

„Frá þessum degi og hér eftir ríkir ný framtíðarsýn í okkar landi. Frá þessum degi og hér eftir verða aðeins Bandaríkin í forgangi, Bandaríkin í forgangi.

Hver einasta ákvörðun varðandi viðskipti, skatta, innflytjendur, utanríkismál verður hér eftir tekin til hagbóta fyrir bandaríska starfsmenn og bandarískar fjölskyldur. Við verðum að verja landamæri okkar gegn tortímingu annarra landa sem framleiða okkar vörur, stela fyrirtækjum okkar og eyða störfum okkar.

Verndunin mun leiða til aukinnar auðlegðar og styrks. Ég mun berjast fyrir ykkur með hverjum andardrætti líkama míns og ég mun aldrei nokkurn tímann bregðast ykkur.

Bandaríkin munu byrja að vinna sigra að nýju, sigra sem aldrei fyrr.

Við munum endurheimta störf okkar. Við munum endurheimta landamæri okkar. Við munum endurheimta auðævi okkar. Og við munum endurheimta drauma okkar.

Við munum byggja nýja vegi og hraðbrautir og flugvelli og jarðgöng og járnbrautir um gervallt okkar fallega land. Við munum taka fólk okkar af bótum og færa það aftur út í atvinnulífið, endurbyggja land okkar með bandarískum höndum og bandarísku vinnuafli.

Við munum fara eftir tveimur einföldum reglum; kaupa bandarískar vörur og þjónustu og ráða bandarískt starfsfólk.

Við munum leita eftir vináttu og velvilja allra þjóða í heimi, en við gerum svo í þeim skilningi að það er réttur allra þjóða að setja sína eigin hagsmuni í forgang. Við reynum ekki að þvinga okkar lífsháttum upp á neina, en munum frekar sýna lýsandi fordæmi. Við munum skína svo allir fylgi.

Við munum endurvekja gömul bandalög og mynda ný og sameina hinn siðmenntaða heim gegn öfgafullum hryðjuverkaöflum íslam sem við munum afmá gersamlega af yfirborði jarðar.“

Hinn nýskipaði 45. forseti Bandaríkjanna sagði að grundvöllur hinnar nýju stefnu yrði alger hollusta við Bandaríki Norður-Ameríku.

„Þegar þú opnar hjarta þitt fyrir ættjarðarást þá er ekkert rými fyrir hleypidóma.“

Trump hvatti þó til samstöðu. Bandaríkjamenn gætu og ættu að ræða deilumál sín á milli af hreinskilni án þess þó að varpa samheldninni fyrir róða.

„Þegar Bandaríkin eru sameinuð þá eru Bandaríkin óstöðvandi.“

Hann sagði að það væri ekkert að óttast því þjóðin nyti verndar stórkostlegra manna og kvenna í lögreglu og heralfa.

„Og það sem er mikilvægast, við munum njóta verndar Guðs.“

Donald Trump sagði einnig að nú væri komin tími til að hætta málæði og láta verkin tala.

„Við munum ekki lengur sætta okkur við stjórnmálamenn sem gera ekkert nema tala og sitja með hendur í skauti, síkvartandi, en gera aldrei neitt í málunum.“

Lokaorðin í innsetningarræðu hins nýja Bandaríkjaforseta voru þessi:

„Saman munum við gera Bandaríkin sterk að nýju. Við munum gera Bandaríkin auðug að nýju. Við munum gera Bandaríkin stolt að nýju. Við munum gera Bandaríkin trygg að nýju. Og já, saman munum við gera Bandaríkin stórkostleg að nýju.

Takk fyrir. Guð blessi ykkur. Guð blessi Bandaríkin.“

Með því að smella hér má lesa texta innsetningarræðu Donalds Trump á heimasíðu Hvíta hússins. 

Einnig er unnt að horfa á ræðuna hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur