fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Brunnin Bernhöftstorfa

Egill Helgason
Laugardaginn 14. janúar 2017 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1977 brann svokölluð Móhúslengja sem stóð meðfram Skólastrætinu. Ég birti eitt sinn mynd af henni, hún er eftir hinn ástsæla upptökustjóra Sjónvarpsins, Tage Ammendrup. Þarna standa þessi gömlu hús, heldur óhrjáleg, en viðendann er verslunarhúsnæði sem KRON hafi til afnota, þar var um tíma bókabúð KRON sem þótti nokkuð menningarleg.

 

 

Þessi húsalengja brann til kaldra kola árið 1977, en í staðinn voru byggð hús sem falla svosem ágætlega að umhverfinu, eru í stíl sem á að virðast nokkuð gamall, en fá svosem aldrei nein verðlaun fyrir fegurð eða þokka.

Myndirnar sýna hvernig umhorfs var eftir brunann. Á efri myndinni er verið að ryðja burtu brunarústunum en einnig sjáum við að hús KRON sem vissi út í Bankastrætið fær að fjúka.

 

 

Á neðri myndinni sjáum við húsið þar sem nú er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Endurbygging þess hófst árið 1980. En þetta var frægt hús, það var reist árið 1834 af danska kaupmanninum P.C. Knutzon. Hann kemur nokkuð við sögu í sjónvarpsþáttum sem við Guðjón Friðriksson erum að gera.

Síðar hafði Bernhöft bakari aðsetur þarna, og þess vegna er tilkomið nafnið Berhöftstorfa en einnig var gatan upp holtið kölluð Bakarabrekka – sem síðar varð Bankastræti. Nú væri réttara að kalla hana Flísstræti, því enginn er bankinn þar lengur.

Þessar merkilegu myndir af brunarústunum tók Jón H. Hólm. Hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta þær. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti