fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Að hjóla í mann og annan

Egill Helgason
Mánudaginn 9. janúar 2017 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðaleppur síðasta árs er „að hjóla í“. Þetta er sérstaklega mikið notað í fyrirsögnum – þar er alltaf einhver að hjóla í einhvern. Þetta er satt að segja afar flatneskjulegt, en fer vaxandi ár frá ári – eins og blaða- og fréttamönnum detti ekki annað orðalag í hug.

Karl Garðarson nefnir nokkur dæmi um þetta á síðu sinni hér á Eyjunni.

1) Björn hjólar í Fréttablaðið (Eyjan 07.12.16)
2) Vilhjálmur hjólar í Gylfa (DV 23.11.16)
3) Donald Trump hjólar í Alec Baldwin (Vísir 20.11.16)
4) Ingó hjólar í Iceland Airwaves (Vísir 7.11.16)
5) Sara Heimis hjólar í Rich Piana (Nútíminn 17.11.16)
6) Bjarni hjólar í borgaralaun (Mbl. 29.09.16)
7) Carragher hjólar í markvörð Liverpool (433.is 15.12.16)
8) Friðrik Dór hjólar í Bónus (Séð og heyrt)
9) Höskuldur hjólar í Sigmund (RÚV 06.09.16)
10) Brynjar Níelsson hjólar í Birgittu Jónsdóttur (fréttastofa.is 1.11.16)
11) Sigmundur Davíð hjólar í þjóðfélagsumræðuna (fréttastofa.is 20.10.16)
12) Hjörleifur hjólar í Svandísi sem segist vera döpur (T24 22.11.16)
13) Dagur B. hjólar í borgarbúa (martagudjonsdottir.blog.is 06.09.16)
14) Davíð hjólar í blaðamenn og Birgittu (Hringbraut 14.04.16)
15) Ragga hjólar í fjölmiðla (Bleikt.is 16.08.16)
16) Sunna hjólar í Eggert (Stundin.is 2.02.16)
17) HSG hjólar í WOW Cyclothon (hjalparsveit.is 14.06.16)
18) Birgitta hjólar í Viðreisn (Eyjan 16.11.16)
19) Benedikt hjólar í Frosta vegna fundar með Guðmundi í Brim (DV 24.11.16)
20) Logi Bergmann hjólar í fýlupoka (DV 11.06.16)

Nú er ekki eins og íslenskuna skorti orð um þetta, það mætti einfaldlega segja gagnrýnir, setur út á, gerir aðfinnslur, er ósammála, átelur, tekur til bæna, finnur að, setur ofan í við, mótmælir eða andmælir kemur líka til greina – og sjálfsagt geta lesendur síðunnar komið með fleiri tillögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti